Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 82
56
BÚNAÐARRIT
Meðalfita mjólkur í 16 samlögum, sem tóku á móti 97,5%
af allri innlagðri mjólk, var 3,97%. Hæst var hún eins og að
undanförnu í Mjólkursamlaginu á Akureyri, 4,08% (að vísu
jafnhá á Þórshöfn þetta árið). í Mjólkurbúi Flóamanna var
hún 3,95%.
Af innveginni mjóik í landinu öllu seldust 44,0% sem
neyzlumjólk á móti 42,3% árið á undan. Til neyzlumjólkur
er auk nýmjólkur talin súrmjólk svo og léttmjólk, en fram-
leiðsla á henni var hafin á árinu.
Afkvœmarannsóknir. Eins og ég gat um í síðustu starfs-
skýrslu, verða niðurstöður afkvæmarannsókna birtar í
Nautaskýrsiu framvegis. Frá og með árinu 1981 verður við
afkvæmadóma á nautum eingöngu notuð ein aðferð, þ. e. sú,
sem byggð er á skýrslum nautgriparæktarfélaga um afurðir
kvígna o. fl. og skoðun þeirra með tilliti til byggingar og fleiri
atriða. Er þetta sú aðferð, sem mest hefur verið notuð síð-
ustu árin, eftir að dró úr starfsemi afkvæmarannsókna-
stöðva. Með tilkomu skýrslna um afurðir á 1. mjólkurskeiði
og auknum og öruggari gögnum um frjósemi með tölvu-
vinnslu á öllum sæðingarskýrslum, sem hefst í ársbyrjun
1982, verður gildi þessarar aðferðar meira en áður. Því ætti
að fást góður grundvöllur til að meta kynbótagildi nautanna.
Verður þá helzti annmarkinn sá að fá nógu margar skýrslu-
færðar kvígur undan hverju nauti, svo að afkvæmadómurinn
verði marktækur. Má að vísu úr því bæta með að nota færri
naut á hverju ári. Það dregur hins vegar úr hraða kynbót-
anna, ef úrvalið er lítið. Því þarf að fara milliveg við aðstæður
eins og hér á landi, þar sem stofninn er lítill. Hinn virka
kynbótastofn væri hins vegar hægt að auka með því, að
afurðaskýrslur yrðu haldnar yfir fleiri gripi, og því er
aukning skýrsluhaldsins afar mikils virði og þá ekki hvað sízt
á tímum, þegar mjólkurkúm fækkar eða tala þeirra stendur í
stað.