Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 84
58
BÚNAÐARRIT
fluttar voru í eyna árið 1975, þ. e. 7 blendingar og 2 alís-
lenzkar kýr. Eru þær ýmist að 4. eða 5. kálfi. Hinar kýrnar 9
eru að 1. ættlið (Fi) í eynni, 4 fæddar 1977 og 5 ári síðar,
allar undan Repute of Castle IVIilk (R.O.C.) nema ein, sem
er undan Burnside Remarkable (B.R.). Þessar kýr hafa ým-
ist átt 3 kálfa (árg.’77) eða 2 (árg. ’78) eða eru langt gengnar
með. Þá eru til 4 kvígur fæddar 1979, sem eiga að bera í
janúar 1982. Af 5 kvígum, fæddum 1980, hefur aðeins ein
verið sædd enn. Loks eru í uppeldi 6 kvígukálfar, fæddir
1981. Kvígurnar 15 í þessum 3 síðustu árgöngum eru allar
undan Grange Covenanter (G.C.) nema sú yngsta, sem er
undan Plascow Conquest (P.C.). Tíu þeirra eru af 1. ættlið í
eynni, en hinar 5 af 2. ættlið, undan dætrum R.O.C. Alls eru
kýr, kvígur og kvígukálfar því 33 í árslok. Tvær kýr voru
felldar á árinu.
Nautastofninn í árslok var þannig, að 8 naut, fædd 1980,
voru þá til og 8 nautkálfar, fæddir 1981, allir 16 gripirnir
undan G.C. Af þeim eru 9 af 2. ættiið í eynni, þ. e. 7 undan
dætrum R. O. C. og 2 undan dóttur B. R. Sæði úr einu af
nautunum af 2. ættlið er farið að nota í landi, það er Smára
80623. Ráðgert er, að sæðistaka úr 4 öðrum hefjist í janúar
1982. Átta naut voru felld á árinu. Höfðu 4 þcirra verið
notuð til sæðinga á meginlandinu, þ. e. Fetill 77603, Syrt-
lingur 78610, Steini 79618 og Botni 79620. Verið er að
vinna að skýrslu um naut stöðvarinnar o. 11., svo sem fyrr
segir.
Enn bregst ríkisvaldiö því aö franifylgja lögum um að
skapa aðstööu í landi til ræktunar Galloway kynsins út af
gripum í Hrísey. í síðustu starfsskýrslu rakti ég, hvernig
Búnaðarfélag íslands hefur árangurslaust beitt sér fyrir því
við landbúnaðarráðuneytið og fjárveitingarvaldið, að
sköpuð yröi aðstaða í landi til hreinræktunar á gripum úr
sóttvarnarstöðinni í Hrísey. Gætti samt nokkurrar bjartsýni
um, að aðstaða fengist á skólabúinu á Hólum, og hafði
ráðuneytið heimilað, að keyptir yrðu 30 kvígukálfar undan