Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 85
SKÝRSLUR STARFSMANNA
59
Hríseyjarnautum í því skyni. Fjármagn til kaupanna var
þó ekki útvegað, og því varð ekki úr þeim. Síðan hefur
afstaða Hólabúsins breytzt þannig, að gamla fjósið, sem að
mestu leyti átti að nota undir þessa starfsemi, er ekki lengur
falt. Hefur því skapazt þar sama viðhorfið og á Hvanneyri,
að fjósið skuli notast fyrir mjólkurkýr eingöngu. í sjálfu sér
er þetta eðlileg afstaða þeirra, sem þurfa að láta búskapinn
bera sig, og einnig gagnvart því, að nauðsynlegt er að hafa
mjólkurkýr á bændaskólabúum. Engin aðstaða hefur veriö á
Hvanneyri til að gera holdagripina þar mannvana og mæla
þá og vega. Því hefur verið lögð áherzla á, að fjárveiting
fengist til að byggja yfir ungneyti á staðnum. Öllum óskum
um fjárveitingar til ræktunar holdagripanna í landi hefur
hins vegar veriö synjað. Þaö tók áratugi að fá leyfi til inn-
flutnings á holdagripum og horfir svo nú, að langan tíma taki
enn að stíga skrefið til fulls með aðstöðu til hreinræktunar
þeirra í landi. Þótt lagabókstafinn vanti ekki, er hann ekki í
þeim lögum, sem máli skipta i þessu sambandi, fjárlögum.
Eru þau þó endurnýjuð árlega.
Ólafur E. Stefánsson.
III. Skýrsla Erlendar .lóhaniissonar
Eins og getið var um í síðustu starfsskýrslu minni var ég í
leyfi án launa í 6 mánuði frá 8. október 1980. Ég hóf störf hjá
Búnaðarfélagi íslands að nýju þann 8. apríl 1981.
Skrifstofustörf. Störfin voru með svipuðu sniði og áður,
svo sem að veita ýmsar upplýsingar og gefa leiðbeiningar á
sviði nautgriparæktar, skýrslugerðir fyrir innlenda og er-
lenda aðila o. fl. Ég skrifaði grein um kúasýningar á
Norðurlandi 1980, sem kemur út í 94. árgangi Búnaðarrits-
ins. Þá tók ég saman niðurstöður úr kvíguskoðun, sem fór
fram árið 1980, en lauk í byrjun ársins 1981. Skoðaðar voru
494 dætur 15 nauta. Ég sá unr útgáfu á Nautaskrá V til
birtingar í Handbók bænda 1982. Einnig endurskoðaði ég