Búnaðarrit - 01.01.1982, Blaðsíða 96
70
BÚNAÐARRIT
sandi vestur um í Hvalfjarðarbotn. Um þessar sýningar
verður sérstaklega skrifað annars staðar. Dómarar á sýning-
um voru sem hér segir:
Jón V. Jónmundsson í S.-Þingeyjarsýslu og 5 hreppum í
N.-Múlasýslu, Sigurjón Jónsson Bláfeld í Norður-Þing-
eyjarsýslu, Sveinn Hallgrímsson í Múlasýslum, nema 5
hreppum, og Leifur Kr. Jóhannesson í Austur-Skaftafells-
sýslu. Árni G. Pétursson mætti áflestum afkvæmasýningum
á Suðurlandi, en undirritaður dæmdi í tveimur hreppum.
Afkvœmarunnsóknir voru í 13 fjárræktarfélögum, sjá töflu,
á 25 bæjum. Þar voru dæmdir hópar undan 126 hrútum og er
þetta nokkru meira en árið áður. í afkvæmarannsóknum
eiga að fást dómar á hæfni hrúta til að gefa væn lömb og á
kjötgæðum hjá afkvæmunum. Enginn vafi er á gagnsemi
þessarar starfsemi, en fyrir utan það, sem þegar hefur vcrið
nefnt, hygg ég að fátt sé jafn lærdómsríkt cins og að skoða
kjötskrokka eftir afkvæmahópum og skoða niðurstöðurnar
eftir hrútum.
Afkvæmarannsóknir 1980—1981
Fjöldi Fjöldi
Fjárræktarfélag bæja hópa
Leirár- og Melasveitar, Borgarfj.s..................... 1 4
Stafholtstungnahrepps, Mýrasýslu ...................... 2 12
Helgafellssveitar, Snæfellsness........................ 1 10
Kirkjubólshrepps, Strandasýslu ........................ 5 25
Víkingur, Dalvík ...................................... 1 4
Skriöuhrepps, Eyjafiröi ............................... 4 17
Freyr, Saurbæjarhreppi, Eyjafiröi ..................... 2 9
Hálshrepps, S.-Fing.................................... 2 12
Mýrahrepps, A.-Skaftafellssýslu ....................... 2 12
Kirkjubæjarhrepps, V. Skaftafellssýslu ................ 1 4
Hvammshrepps, V.-Skaftafellssýslu ..................... 1 4
Jökull, A.-Eyjafjallahreppi, Rang...................... 2 9
Gnúpverja, Árnessýslu ................................. 1 4
Samtals 25
126