Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 99
SKÝRSLURSTARFSMANNA
73
góða fcldeiginleika. Þá voru skoðuð lömb hjá nokkrum
bændum í Rangárvallasýslu ög á Austurlandi. Gærur af
gráum lömbum í Feldfjárræktarfélagi Leiðvallahrepps voru
sérmerktar og metnar eftir sútun. Þar er því til lýsing og mat
á lömbunum nýfæddum, að hausti og á gærunum. Úr þessum
tölum verður unnið hið fyrsta.
Við skoðun á gærum í Sútunarverksmiðju SS hefur komið
í ljós, að þar er nokkuð af gærum með allgóða feldeiginleika.
Af því má Ijóst vera, að til eru bæir, þar sem er að finna fé
með verulega feldeiginleika. Gera þarf gangskör að því að
finna þetta fé, svo þessir eiginleikar nýtist í ræktuninni.
Páskalömbin. Haldiö var áfrani tilraunaframleiðslu á
páskalömbum. Fjórir bændur í Ásahreppi í Rangárvalla-
sýslu tóku að sér þessa tilraunaframleiðslu, sem Markaðs-
nefnd landbúnaðarins stórð fyrir. Oft vill verða vart tregðu
hjá sumum með að taka upp nýbreytni, og þá sérstaklega að
rcyna nýja framleiðslu, og skal það ekki lastað nema síður
sé. Þó er það svo, að engin nýbreytni til hins betra kemst á
nema einhver reyni fyrstur. Þeir bændur, sem tóku að sér
páskalambaframleiðsluna, sýndu áræði og vilja til að skapa
ný tækifæri í sauðfjárrækt. Því vil ég leyfa mér að nefna þá
hér með nöfnun, en þeir eru:
Jónas Jónsson, bóndi Kálfholti,
Davíð Sigfússon, bóndi, Sumarliðabæ,
Sigþór Jónsson, Ási og
Sigurður Jónsson, bóndi, Kastalabrekku.
Þessari tilraunaframleiðslu er haldið áfram.
Megin markmið þessarar framleiðslu eru:
- að auka fjölbreytni íslenskrar sauðfjárræktar.
- aö skapa fleiri mögulcika á að lifa á sauðfjárrækt.
- aö gefa ísíenskum neytendum kost á fersku kjöti utan
venjulegs sláturtíma.
- að flytja þessa vöru úr landi með hagnaði.
7