Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 101
S K Ý RS L U R STA R FS M A N N A
75
Djúpfrysting hrútasœðis. í nefndinni eru: Þorsteinn Ólafs-
son, dýralæknir, Stefán Sch. Thorsteinsson, sérfræðingur, og
undirritaður. Nefndinni er ætlað að vinna að því, að koma af
stað frekari tilraunum með djúpfrystingu hrútasæðis og
notkun þess. Þetta verkefni er komið á tilraunaskrá hjá
RALA.
Neftul til að kanna „hvaða ávinningur kattn að felast í fram-
leiðslu á droppóttu fé umfram aðra sauðfjárliti". í nefndinni
eru: Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri, tilnefndur af
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Hann er jafnframt for-
maður. Guðrún Hallgrímsdóttir, deildarstjóri, tilnefnd af
iðnaðarráðuneytinu, og undirritaður, tilnefndur af Búnað-
arfélagi íslands.
Nefndin hefur haldiö 4 fundi.
Mál frá Búnaöurþingi. Tvö mál, scm Búnaðarþing ályktaði
um, sendi stjórnin mér til umfjöllunar.
Hið fyrra, um djúpfrystingu hrútasæðis, hefur þcgar verið
fjallaö um. Hitt var mál nr. 3, erindi Búnaðarsambands
Strandarþanna um sölumeðferö á gærum af feldfé. Álykt-
tjnin var send Sútunarverksmiöjum, Framleiðsluráði og fl.
Eg lagði þetta mál fyriraðalfund Stéttarsambands bænda, og
ályktuðu fundarmenn að stefna bæri að því, að söluaðferðin
skilaöi bændum verði í samræmi við gæði. Ég vísa til kaflans
um feldfjárrækt um frekari upplýsingar. Því má bæta viö, að
verið er að gera ýmsar athuganir, sem leitt geti til ákvörðun-
ar í þessu máli.
Um önnur mál frá Búnaðarþingi hefi ég fjallað í samvinnu
við ýmsa aðila.
hundir og ferðalög. Á fundi, sem Búnaðarfélag íslands stóð
lyrir með forráðamönnum sauðfjársæðingastöðva og full-
trúum sauðfjárveikivarna, var ákveðið að við Jón Viðar
Jónmundsson frá Búnaðarfélaginu og Sigurður Sigurðarson