Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 102
76
BÚNAÐARRIT
og Þorsteinn Ólafsson, dýralæknar, semdum reglur um
skýrslusöfnun um sæðingarstarfsemina. Hcldum við tvo
fundi og náðist allgóð samstaða um að einfalda þá skýrslu-
söfnun, og voru þær kynntar fyrir forráðamönnum sauð-
fjársæðingastöðvanna og héraðsráðunautum í desembers. I.
Ég fór 3 ferðir vegna vals á nýjum hrútum á stöðvar.
Búnaðarfélag íslands stóð fyrir námskeidi í endurþjálfun
rúningskennara og fékk breskan rúningskennara, John
Williams, til kennslunnar. Hann hefur komið liingað tvívegis
áður í sömu erindagjörðum. John er einn færasti rúnings-
kennari í heimi. Námskeiðið var haldið á Brekku í Norður-
árdal og sóttu það 12 rúningskennarar. Aðstæður til nám-
skeiðahalds og viöurgerningur var allur til sóma á Brekku.
Árni G. Pétursson var með John á fyrri hluta námskeiðsins,
en það stóð í 4 daga. Að námskeiðinu loknu hélt John
sýnikennslu fyrir nemendur Bændaskólans á Hvanneyri.
Ég fór þrjár ferðir til að skoða hrúta, sem komu til greina
inn á sæðingarstöð, fór í 7 daga fundarferöalag á Austurlandi
um mánaðamótin mars/apríl, ferðaðist 9 daga í maí og fyrstu
daga júní vegna feldfjárræktar, fór á fund Stéttarsambands
bænda í byrjun september og sat fund með sláturhússtjórum
7. september. Frá 16. september til októberloka ferðaðist ég
vegna feldfjárræktar, afkvæmarannsókna, hrútasýninga og
afkvæmasýninga. í desember mætti ég á fundum í Sf.
Kirkjubólshrepps og Feldfjárræktarfélagi Borgarhrepps.
Alls urðu ferðadagar milli 80 og 90 á árinu.
Tvisvar fór ég með útlendinga í 1 dags ferðir. Svíar tveir,
feldfjárbændur, kontu hér 25.—27. mars og fór ég með þá
upp í Borgarfjörð. Þeim þótti sauðfjárbúskapur Islendinga
vera „líkur alvörubúskap", og voru hrifnir af þekkingu
bænda á sauðfé ogöðru. Hinn 5. maí fór ég í 1 dagsferðmeð
blaðamann fra BBC upp í Hvítársíðu. Hann vildi kynnast því
hvernig heimsins besta ull yrði til, eins og hann sagði. Að
þeirri niðurstöðu komst hann með því að horfa á verð ís-
lenskra ullarvara erlendis.