Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 104
78
BÚNAÐARRIT
Þá var Glanni frá Skáney seldur vestur á Suöureyri.
Sunnlendingar keyptu Skó 823 frá Flatey að hálfu, en
felldu Fífil 690 frá Eiríksstöðum, f. 1965, og fclldu einnig
elsta ættbókarfærðan stóðhest landsins, Skýfaxa 548 frá
Selfossi, f. 1956. Féll hann heilbrigður og í fullum færum,
enda naut hann góðs aöbúnaðar.
Þrír stóðhestar Hrs. Suðurlands hlutu verðlaun á Hellu-
sýningu fyrir afkvæmi, Kolbakur 730, 1. verðlaun, Hrafnkell
858 og Mósi 773, báðir2. verðlaun. Sumarið 1980 voru tvær
stóðhestagirðingar girtar á leigulandi í Kirkjubæ, Rangár-
vallasýslu og í Hjálmholti, Árnessýslu.
Dalamenn keyptu 1. verðlauna stóðhestinn Dreyra 834
frá Álfsnesi, Kjósarsýslu. Þeir hafa átt tvo stóðhesta
heimafædda, sem fá lítinn hljómgrunn, og fer fyrir stjórn-
endum eins og fleirum, að erfiðlega gengur að fá nógu álit-
lega stóðhesta án þess að líta á landsúrvalið. Haldnar voru
héraðssýningar í Ásgarði og á Nesodda með góöri þátttöku,
endastörfuðu 5 tamningastöðvaríhéraðinu. Tamin voru um
90 hross á þeim. Fað er gróska í hrossaræktinni í Dölum.
Vestur-Húnvetningar keyptu sinn fyrsta stóðhest, Eld 950
frá Stóra-Hofi, Rangárvallasýslu, er hlaut 2. verðlaun 5
vetra á Hellu í sumar. Eldur er undan Náttfara 776, Y.-
Dalsgerði, og dóttursonur Harðar 591 frá Kolkuósi.
Austur-Húnvetningar keyptu, til helminga móti Sigurði á
Hnjúki, 1. verðlauna stóðhestinn Sleipni 785 frá Vatnsleysu,
Skagafirði. Þar hefur nýr formaður tekið við af Páli á Höllu-
stöðum, Erlendur Eysteinsson, bóndi á Stóru-Giljá.
Skagfirðingar breyttu ekki stóðhestastofni sínum á árinu.
Þeirhéldu héraðssýningu 13.—14. júní og aðalfund 6. maíá
Hólum.
í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum voru sýningar haldnar og
komst ég norður á Kópasker, en sjaldan er komið austar á
Norðurland, þótt hestamenn séu þar ágætir og hafi mikinn
hug á að bæta stöðu sína í hrossaræktinni. Þeir hafa orðið sér