Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 106
80
BÚNAÐARRIT
það allt vel undirbúið, en þrír ungir og hæfir tamningamenn
unnu hjá Sigurði s. 1. vetur.
Hrossin á Hólum voru dæmd 4. maí, þau sem voru í
tamningu, og allt mælt 18. nóv. Stóðhesturinn Elgur og 4
hryssur voru sýnd á Vindheimamelum (héraðssýningu).
Sami tamningamaður var áfram á Hólum, Jóhann P. Frið-
geirsson, og gekk allt vel hjá honum. Aðalstóðhesturinn
vorið 1981 var Bylur 892 frá Kolkuósi, leigður hjá eiganda,
Sæmundi Holgerssyni, Hvolsvelli. 28 tamdar stofnhryssur
eru nú í búinu.
Stofnrœktarfélög. Skuggafélagið starfar svipað og verið
hefur, þótt segja verði að nokkuð falli út af stofnhryssum sitt
á hvað þegar þær eru látnar halda framhjá stofnræktuðum
stóðhestum. Nú eru taldar rúmar 50 tamdar stofnhryssur hjá
félaginu. Tamningamaður á S.-Skörðugili var Björn Þór
Kristjánsson og skoðaði ég búið 4. maí. Mælingar voru gerð-
ar 16.—17. nóv. á Skörðugili og 23. nóv. í Borgarfirði.
Hjá Fjalla-Blesa var stóðhestur félagsins, bráður 813,
Eyvindarhólum, í þjálfun, en ekki tókst að framvísa honum,
hefur sennilega ekki þótt nógu góöur til sýningar. Kemur þá
fram, það sem tamningamenn á stóðhestastöð sögðu, en þar
er hcsturinn uppfóstraður og frumtaminn, að lundin væri
leið. Práður var geltur. En í vor keypti félagiö helming í
stóðhestinum Sveipi 874 frá Rauðsbakka, sem hlaut 2.
verðlaun f. afkvæmi á s. I. sumri. Sveipur hefur um 20% af
erföamagni frá Óðni frá Núpakoti, sem telst forfaðir
stofnsins. Þáhefur Sveipurekki minna af erfðamagni sínu úr
hornfirska stofninum. Um 30 hryssur tamdar mynda þennan
stofn.
Á árinu var stofnað nýtt stofnræktarfélag í Dölum, er
kallast Kleifahross. Stofnendur eru Jóhannes á Kleifum og
þrír synir hans auk þriggja annarra manna. Þetta félag rækt-
ar út af Toppu 3144 frá Kleifum (f. 1950), sem hlaut 1.
verölaun 1965 og 1. verðlaun fyrir afkvæmi 1971. Hcimil-