Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 108
82
BÚNAÐARRIT
fluttir til Austurríkis, báðir ættbókarfærðir, söluverð hvors
kr. 80.()()() (ísl.). Það eru Gáski 915 frá Gullberastöðum f.
1973 og Rökkvi 896 frá Ríp f. 1973.
Stofnverndarsjóður veitti styrki og lán til kaupa á Leikni
875, Skó 823, Dreyra 834, Eldi 950, Sveipi 874 og Sleipni
785, samtals kr. 108 þús., og er sjóðurinn nú sem næst
tæmdur. í stjórn sjóðsins voru haldnir fundir 30. maí og 4.
desember. í stjórn kynbótanefndar Stóðhestastöðvar voru
haldnir fundir sömu daga, og sýningarnefnd hélt fund 4.
desember. Nokkra fundi sat ég með stjórn Stóðhestastöðvar
og var ákveðið að flytja stöðina að Gunnarsholti.
Nefnd til að endurskoða mat á hrossakjöti, skipuð af
Landbúnaðarráðuneytinu 9. október 1980, undir forystu
Andrésar Jóhannessonar, hélt tvo fundi, samdi nýjar mats-
reglur og skilaði þeim af sér í júní. Var ég einn nefndar-
manna.
Unnið var á vegum B. í. og Rala að samræmingu heita
fóðurefna við landbúnaðarstörf og töflugerðir, og skila-
fundur um þau efni var haldinn 20. október.
Vann aö skipulagningu með Jóni T. Steingrímssyni á töku
blóðsýna úr velflestum ættbókarfærðum stóðhestum lands-
ins vegna erfðafræðilegra rannsókna, sem gerðar verða í
Svíþjóð. Framhaldsrannsóknir veröa á þessunt vettvangi
með íslensk hross, en þau eru talin einkar áhugaverð fram
yfir önnur hestakyn vegna fjölbreytni lita svo og áður gerðra
rannsókna dr. Stefáns Aöalsteinssonar, sem vinnur að þeim
með hinum sænsku erfðafræðingum.
,,Blóðgerð og litur afkvæma stóðhestanna gefa þá upp-
lýsingar um það, hvort blóðflokka- og litaerfðavísar eru á
sama litningi, og með nægan fjölda í afkvæmaættlið má fara
nærri um það, hversu langt er á milli erföavísanna, ef þeir eru
á sama litningi.“ St. A.
Við hrossarætkarmenn vinnum það á þessu að fá staðfesta
blóðflokka hvers stóðhests, sem hægt er þá að nota við
faðernisákvarðanir og má þá segja, aö hægt sé að fara að