Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 111
SKÝRSLUR STARFSMANNA
85
maí. Pá voru folarnir dæmdir af kynbótanefnd og voru eftir
atvikum ágætir. Einn foli 5 vetra fór á fjórðungssýningu á
Hellu og hlaut 2. verðlaun.
Akveðið var að flyt ja stöðina austur að Gunnarsholti. Ear
fæst aðstaða í stóru hesthúsi (tekur 50 liesta), sem tekið er á
leigu til að byrja með, en hugmyndin er að byggja þar upp
fyrir menn og hesta stöðvarinnar. Þarna verður öll aðstaða
mun betri og auðveldari fyrir starfsmenn, mötuneyti er á
staönum og nóg húsrými að vetrinum. Gunnar M. Gunn-
arsson úr Reykjavík verður við tamningar með Páli og byrjar
4. janúar 1982, en landgræðslustjóri tekur að sér ábyrgð á
rekstrinum og leggur til mannafla við fóðrun og annað eftir
þörfum.
19. nóvember var byrjað að flytja folana frá Litla-Hrauni,
sem gengu þar í haust, og því lauk 19. nóvember. Eftirtaldir
folar voru vanaðir í vor og haust og seldir á uppboði 14.
nóvember:
Víkingur, 4 vetra, S.-Skörðugili, kr. 10.800,00. Gullberi,
5 vetra, Gullberastöðum, kr. 15.000,00. Dreitill, 4 vetra,
Kiðafelli, kr. 11.600,00. Örvar, 4 vetra, Báreksstöðum, kr.
7.700,00. Höskuldur, 3 vetra, Höskuldarstöðum, kr.
7.000,00.
Stöðin átti alla þessa hesta sjálf.
Mælingar voru gerðar á öllum folum 16.1. og 6.6. I vetur
verða um 50—52 folar á fóðrum.
Afkvœnuircmnsóknir voru gerðar á 6 stóðhestum, þar af er
aðeins Blær 906 frá Hellu í eign félagasamtaka. Úttekt fór
tram á hverjum hópi, sem hér segir:
Sveipur 874 frá Rauðsbakka . . Vík, Mýrdal, 27.-28.3.
Þráður 813 frá Eyvindarhólum Vík, Mýrdal, 27.-28.3.
Leiknir 875 frá Svignaskarði . . Staðarhús, 31.3.
Þráður 912 frá Nýjabæ, Borg. Nýi-Bær, 10.4.
Blær 906 frá Hellu, Rang......Skálmholt, 24.4.
Glæðir 918 frá Skáney ........ Glæsibær, Skagaf., 5.5