Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 120
94
BÚNAÐARRIT
skriflegum, varðandi loðdýrabúskap. Þá fer sífellt meiri og
meiri tími í það að skipuleggja og teikna upp gamlar bygg-
ingar, sem bændur vilja hefja loðdýrabúskap í. Eins og fyrr
vann ég fóðurlista fyrir fóðurstöðvarnar og einstaka aðra
bændur. Þá fer alltaf nokkur tími í skipulagsmál með loð-
dýrabændum, aðstoð við umsóknir til að stofna loðdýrabú,
áætlanagerðir og upplýsingar til einstaklinga, nefnda og
stofnana.
Lítið komst í verk að skrifa um faglegt efni, er varðar
loðdýrin, nema tvö dreifibréf til bænda, og eitt handrit er í
smíðum, er varðar hráefni í loðdýrafóður.
Utanlandsferð. Eina utanlandsferð fór ég á árinu, til
London, um miðjan febrúar. Ferðin var farin til að vera við
uppboðið á íslensku refaskinnunum hjá Hudson Bay, fylgj-
ast með hvernig þau flokkast miðað við önnur skinn, og sjá
hvaða breytingum markaðurinn tekur milli ára. íslensku
skinnin þóttu mjög góð hvað varðar skinngæði og verkun, og
flokkuðust mun betur en skinn frá öðrum löndum. Sala
þeirra gekk því mjög vel. Helstu breytingar hvað varðar
eftirspurn á markaðnum voru þær, að ljósu skinnin voru
meira eftirsótt, einkum þau sem höfðu hreinleika 1—2, eða
Ijósbláleitan, hreinan blæ, og voru í stærðarflokkum 00—1,
seni eru stærstu skinnaflokkarnir. í ræktuninni á blárefnum á
næsta ári verður því að leggja áherslu á að framleiða stóran,
ljósan og blæhreinan ref.
önnur störf. Á árinu starfaði ég í svokallaðri loðdýra-
nefnd á vegum landbúnaðarráðuneytisins, og lauk nefndin
störfum nú í desember s. I. Þá var ég að vanda dómari á
hrútasýriingum fyrir Búnaðarfélag íslands, en þetta haust
var ég aðeins með sýningar í N.-Þingeyjarsýslu. Að venju
skrifaði ég um hrúta- og afkvæmasýningar í Búnaðarritið.
Stjórn Búnaðarfélags íslands, búnaðarmálastjóra og sam-
starfsfólki mínu þakka ég samvinnuna á árinu.
Sigurjón Jónsson Bláfeld.