Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 121
SKÝRSLUR STARFSMANNA
95
Alifuglaráðunauturinn
Skrifstofustörf hafa verið með þeim hætti þetta árið, að ég
hef verið til viðtals á þriðjudögum og fimmtudögum að
jafnaði. Hafa allmargir leitað til mín með erindi, sem undir
starf mitt heyra, og hef ég reynt að leysa úr þeim eftir því,
sem tök hafa verið á. Á s. 1. vori féllst ég á að taka að mér að
sinna málefnum angorakanínuræktar, sem er á dötinni. Hefi
ég ekki tckið sérstök laun fyrir það, heldur sinnt erindum,
sem þessa grein varðar, eftir því sem þau hafa borist innan
þess vinnutíma, sem ég hef.
Ferðalög hafa verið allnokkur á árinu bæði innan lands og
utan. Heimsótti ég 17 bændur, suma tvisvar, og urðu heim-
sóknir til bænda 21 á árinu. Bændaskólann á Hvanncyri
heimsótti ég þrisvar þetta árið. í júní fór égtil Þýskalands
ásamt fjórum væntanlegum kanínubændum, nánar tiltekið
til Bayern. Dvaldist ég þar í átta daga, en þeir urðu eftir í
nokkra daga til viðbótar. Kynntum við okkur það, sem
Þjóðverjar höfðu þarna upp á að bjóða í ræktun angora-
kanína. Að þessum tíma liðnum hélt ég til Kaupmanna-
hafnar og þaðan til Vejen á Jótlandi til fundar við Erling
Ealle, ráðunaut í kanínurækt. Var sú heimsókn mjög tróðleg
°g dvaldist ég hjá honum hálfan dag. Hélt ég síðan aftur til
Kaupmannahafnar og til Oslo næsta morgun. Tilgangur
ferðarinnar þangað var að kynnast mönnum og málefnum,
sem að alifuglarækt standa í Noregi og treysta sambönd og
samstarf við þá. Dvaldist ég að Ási hálfan annan dag við
jJnstitutt for fjörfe og pelsdyr“ og átti þar langar og gagn-
legar viðræður við ráðunautana H. Mæland og F. Sannan svo
°g N. Kolstad, vísindamann við stofnunina. Þá voru mér
sýnd tvö tilraunabú, annað var s. n. genbanki, en hitt var bú,
þar sem afurðarannsóknir á þeim stofnum, sem í notkun
eru, lara fram. Að þessu loknu hélt ég heimleiðis. Ferðin var