Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 122
96
BÚNAÐARRIT
að öllu leyti kostuö af Búnaðarfélagi íslands og færi ég því
mínar þakkir.
Umræður um kynbótastarfsemi í alifuglarækt hafa verið
allnokkrar síðari hluta ársins. Eru þær að mestu sprottnar af
því, að eftir ferð mína til Noregs samdi ég dálitla greinargerð
um markmið og leiðir í kynbótastarfi í alifuglarækt, sem
gætu hentað hér. Þar var, í stuttu máli, gert ráð fyrir inn-
flutningi eins aðila ástofnum fráNoregi ogþar með að verða
aðnjótandi þess mikla starfs, sem Norðmenn vinna í þessum
efnum, í meira mæli en nú er. Þetta mál var kynnl búnaðar-
málastjóra, þáv. formanni Stéttarsambands bænda, yfir-
dýralækni og forsvarsmönnum hagsmunafélaga búgrein-
arinnar. Mál sem þetta þarf góðan undirbúning, því að
rekstrargrundvöllur starfseminnar veröur að vera tryggður
og samstaða um hana almenn og afgerandi. Sem stendur
hcfur ekkert verið framkvæmt í þessu máli, en það bíður síns
tíma.
Heilbrigðismál hafa verið mikið til umræðu í ár. Kemur
þaö til af því, að margir hafa borið sig illa undan talsverðum
vanhöldum á ungum og varphænum, sem þeir hafi ekki átt
að venjast fyrr en í seinni tíð. Á síðast liðnu vori kom hingað
danskur dýralæknir, Jörgen Gehlsen að nafni, fyrir milli-
göngu Heildverzlunar Guðbjörns Guöjónssonar. Ferðaðist
hann hér um í samráði við yfirdýralækni og slóst ég í för með
honum. Samdi hann skýrslu um það, sem fyrir augu bar, og
gerði tillögur til úrbóta. Megin inntak hennar var, að
hænsnalömun (Marek’s Disease og Leukosis) væri hér út-
breidd og skipulag flestra hænsnabúa hér á landi væru þess
eðlis, að lítil tök væru á að verjast vágesti sem þessum með
áhrifaríkum sóttvarnaraðgerðum. í nóvember voru síðan
fundir um þetta með fulltrúum hagsmunafélaga búgrein-
arinnar, yfirdýralækni og mér, þar sem þessi mál voru rædd
og var samþykkt að fela mér og yfirdýralækni að kanna
málið frekar. Erum við þegar farnir að undirbúa þetta.