Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 124
98
BÚNAÐARRIT
Svín arœktarráðu nau tu r'u i n.
Eins og undanfarin ár hef ég starfað sem ráðunautur í
svínarækt í hálfu starfi og einnig verið í hálfu starfi hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þær breytingar urðu 1.
júlí 1981 á starfi mínu hjá Rannsóknastofnun landbúnað-
arins, að ég tók við starl'i sem sérfræðingur í svínarækt, hálft
starf, en undanfarin ár hef ég starfað sem aðstoðarsérfræð-
ingur í sauðfjárrækt. Skrifstofa mín er eins og áður í húsi
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að Keldnaholti.
Mestur hluti af starfi mínu sem ráðunautur í svínarækt
hefur farið í leiðbeiningar varðandi fóðrun og aðbúnað á
svínabúum, viðtöl, bréfaskriftir, samstarf við Fóðureftirlit
ríkisins og fóðursölufyrirtæki. Einnig hef ég haft ágætt sam-
starf við stjórn Svínaræktarfélags íslands. Um viðleitni mína
til þess að koma á almennri ættbóka- og afurðaskýrslufærslu
hjá svínabændum, verð ég því miður að segja, að lítill árang-
ur hefur náðst á því sviði enn sem komið er. Ég er þó
sannfærður um að breyting verður á þessum málum í næstu
framtíð.
Auk þessa, sem áður er getið, hef ég unnið við rannsókn-
arverkefni á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á
fóðrun og afurðum svína að svínabúi Kristins Sveinssonar,
Grísabóli í Mosfellssveit. Framkvæmdarlýsing á þessu verk-
efni er birt í starfsskýrslu minni fyrir árið 1980. Þetta rann-
sóknarverkefni er nauðsynlegt, því komið hefur í Ijós, að
fram að þessum tíma hafa verið til mjög litlar og óábyggjandi
upplýsingar um íslenska svínastofninn, og með sanni má
segja, að enginn hafi vitað neitt með vissu um notagildi
stofnsins. Alger forsenda fyrir því, að hægt sé að ná ein-
hverjum árangri í kynbótum og að svínabændur geti fram-
leitt þá vöru, sem neytendur óska eftir, er að áreiðanlegar