Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 126
100
BÚNAÐARRIT
Silungsmál. Starfshópur um veiðimál starfaði að fullu á
árinu. Þar eiga sæti Jón Kristjánsson frá Veiðimálastofnun,
Kristján Finnsson frá Landssambandi Veiðifélaga og Árni
G. Pétursson frá Búnaðarfélagi íslands. Framangreindar
stofnanir beittu sér fyrir sameiginlegri ráðstefnu (fræðslu-
fundum) um veiðimál, sem haldin var í Reykjavík 24. og 25.
apríl s. 1. Þar voru flutt 18 framsöguerindi og mikil þátttaka í
umræðum. Ég hafði þar framsögu um efni, sem nefndist
„Silungur- hlunnindi og söluvara". Starfshópnum var falið
að vekja áhuga fyrir aukinni silungsveiði og silungsrækt og
stuðla að betri skipulagningu verslunarhátta með silung,
þannig að neytandi geti fengið vöruna þegar óskað er og
veiðimaður afsett silunginn.
Verkefnið var greint í tvo höfuðþætti, a) veiði, tilraunir
með veiðigildrur og dragnót, sem falið var Jóni Kristjánssyni
til úrlausnar og b) geymsla, meðhöndlun og markaðsöflun,
sem Árni og Kristján höfðu með höndum. Nokkur reynsla
fékkst við notkun dragnótar, en veiðigildrur gáfu ekki ár-
angur vegna mistaka við gerð gildranna.
Við Kristján sendum út fyrirspurnir og hvatningarbréf um
silungsveiði og markaðsmál til 50 veiðifélaga vítt um land.
Sambærilegt bréf sendi ég til 33 kaupfélaga, 22 ráðunauta og
búnaðarsambanda og til ýmissa veiðibænda í veiðihéruðum,
sem stóðu utan veiðifélaga hér og þar um landið. Þá skrifaði
ég og ræddi málið við úrvinnslustöðvar matvæla, veitingahús
og hótel og Veitingaskóla íslands. Hússtjórnkennaraskóli
íslands hafði fjölbreytta matreiðslukynningu fyrir mig og
fleiri á smásilungi veiddum í Meðalfellsvatni og Kristín
Gestsdóttir varði 10 bls. í hinni fögru bók sinni „220 góm-
sœtir sjávarréttir", sem út kom á árinu, í að kynna matreiðslu
á smásilungi úr Meðalfellsvatni og Oddstaðableikju á marg-
breytilegan hátt.
Þá ræddi ég silungsveiði og markaðsmál við bændur,
ráðunauta og sölufélög bænda á ferðum mínum vítt um land.
Ég hélt áfram athugunum mínum um meðhöndlun og