Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 128
102
BÚNAÐARRIT
Reki. Að frumkvæði mínu um úrvinnslu rekaviðar, ályktaði
Búnaðarþing 1981 að skora á búnaðarfélög og ræktunar-
sambönd að koma upp tækjum til úrvinnslu á rekaviði og
hlutast til um dreifingu og bætta sölu á þeim afurðum. Bún-
aðarfélag íslands sendi erindi þetta, ásamt hugleiðingum
hlunnindaráöunauts um úrvinnslu rekaviðar, til búnaðar-
sambanda, ræktunarsambanda, búnaðarfélaga, hér-
aðsráðunauta, svo og kaupfélaga á þeim svæðum, þar sem
rekaviður er nokkur, samtals til 130 aðila. Því miður hefur
enn orðið lítið um undirtektir. Þó eru sumir farnir að hug-
leiða málið, og Búnaðarfélag Svalbarðshrepps hefur keypt
sögunarstól í þessu tilliti. Á árinu var hafinn innflutningur á
viðarkötlum til húsaupphitunar. Fyrir valinu urðu 5 lurka-
katlar frá HS Tarm í Danmörku, sem jafnframt eru gerðir
fyrir ralliitun. Þrír þeirra eru nú uppsettir og brenna rekaviði
með góðum árangri. Hins vegar dróst tenging á rafhitun
katlanna fram yfir þessi áramót, og hefur það droll og seina-
gangur eftirlitskerfis ríkisins, ásamt verðbólgu og gengisfalli
krónunnar, orðið bændum dýrt, sem biðu árangurs og úr-
lausnar á þessu sviði. Það er margt, sem getur nagað utan aí
velferð þjóðfélagsins. Síðari hluta árs hafa verið viðræðu-
fundir og samstarf um þessi mál viö iðnaðar- og landbúnað-
arráðuneyti, orkusparnaðarnefnd og skógræktarstjóra.
Fundir og skrif. Auk áðurnefndra funda um æðarrækt og
veiðimál sat ég 3 fundi í Dalasýslu í aprílmánuði ásamt
Sigurjóni Bláfeld og Jóni Kristjánssyni á Veiðimálastofnun
og hélt framsögu um hlunnindi. Ég ræddi hlunnindi á
vinnumálafundi í Presthólahreppi, á aðalfundi í búnaðar-
félagi hreppsins og á aðalfundi Búnaðarsambands Norður-
Þingeyinga. Á árinu sat ég Náttúruverndarþing, aðalfund
Landverndar og aðalfund Landssamtaka ferðamannabænda
og var þar kjörinn í ferðaþjónustunefnd, sem var falið að
undirbúa framhaldsaðalfundi í febrúar 1982, og kanna
möguleika á, að yfirstjórn samtakanna verði á vegum Stétt-