Búnaðarrit - 01.01.1982, Síða 131
SKÝRSLUR STARFSMANNA
105
Þverárréttaruppreksturs í Mýrasýslu, og í landgræðsluáætl-
unarnefnd þingflokkanna sat ég nokkra fundi.
Ferðalög. í öllum mánuðum ársins voru farnar lengri eða
skemmri ferðir, þó mest yfir sumarið, einkum að beiðni
búnaðarsambanda, búnaðarfélaga, hreppsnefnda, hesta-
mannafélaga og einstakra bænda, til að leggja á ráðin um
bætta skipan beitarmála. Nokkuð var um ferðalög vegna
nefndarstarfa, t. d. um Hekluslóðir. Á liðnu ári fór ég um
ýmis svæði á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Vesturlandi,
Norðvesturlandi og Austurlandi, en samtals urðu slíkir
ferðadagar rúmlega 20 að tölu. Þar að auki voru sóttir ýmsir
fundir og ráðstefnur, svo sem fram kemur hér á eftir. Gagn-
stætt vorinu 1980 var gróður seinn til, sérstaklega á norðan-
verðu landinu. Vegna þátttöku í skipulagningu á upp-
græðslutilraunum tengdum fyrirhugaðri Blönduvirkjun fór
ég um Kjöl norður á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði í
byrjun júlí. Var Ijóst að gróður átti erfitt uppdráttar í
norðankuldunum, ekki síst í byggð, en farið var að flytja fé í
afréttina. Segja má, að ástand úthaga hafi orðið sæmilegt
víðast livar á landinu þegar leið á sumarið, en vetur gekk
óvenju snemma í garð, þannig að haustbeit nýttist ekki sem
skyldi. Vor- og haustharðindi höfðu afgerandi áhrif á væn-
leika dilka, sem var undir meðallagi, með undantekningum
þó. Þar hygg ég, aö vorfóðrun og meðferð ánna hafi ráðið
úrslitum. í lok febrúar fór ég í stutta ferð til Toulouse í
Frakklandi á vegum Sauðfjár- og geitadeildar Búfjárrækt-
arsambands Evrópu (EAAP), en undanfarin tvö ár hefi ég
starfað í einum af vinnuhópum búfjárræktarsambandsins,
sem fjallað hafa um stöðu búfjárræktar í álfunni og horfur til
aldamóta. Auk þess sótti ég ráðstefnu Búfjárræktar-
sambands Evrópu í Zagreb í Júgóslavíu í byrjun september
og fór í stutta en fróölega kynnisferð um noröurhéruð
landsins. Ég þakka stjórn Búnaðarfélags íslands og búnað-
armálastjóra fyrirgreiðslu vegna þessarar ferðar (sjá grein í
Frey, 24. tbl. 1981, bls. 982—983).
L