Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 132
106
BUNAÐARRIT
Fundir og ráðstefnur. Sem fyrr sat ég allmarga fundi í
Reykjavík um margvísleg Iandnýtingarmál. Var fulltrúi
Búnaðarfélags íslands á fjórða Náttúruverndarþingi og á
aðalfundi Landverndar, landgræðslu- og náttúruverndar-
samtaka íslands, cn ég hefi starfað í stjórn þeirra samtaka
undanfarin tvö ár. Á haustnóttum beitti Rannsóknarráð
ríkisins sér fyrir OECD ráðstcfnu um vísinda- og tækni-
stefnu á íslandi, og sat ég hana að beiðni Framleiðsluráðs
landbúnaðarins. Einn fund sat ég í Tilraunaráði landbúnað-
arins. Fræðsluerindi flutti ég á sex bændafundum á Austur-
landi; þ. e. a. s. í Jökulsárhlíð og í Fellabæ, Norður-Múla-
sýslu, í Norðfirði, í Fáskrúðsfirði, í Breiðdal og á Djúpavogi í
Suður-Múlasýslu; hjá Hestamannafélaginu Sörla í Hafnar-
firði, hjá Kiwanisklúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli, í
Bændaskólunum á Hólum og Hvanneyri, og á fjórum
sveitafundum um fyrirhugaða Blönduvirkjun; þ. e. a. s. í
Bólstaðarhlíðarhreppi og Svínavatnshreppi, Austur- Húna-
vatnssýslu, og í Seyluhreppi og Lýtingsstaðahreppi, Skaga-
fjarðarsýslu, samtals um 20 erindi. A öllum þessum fundum
komu fram margvíslegar fyrirspurnir, einkum varðandi
beitar- og uppgræðslumál, og umræður voru í senn líflegar
oggagnlegar. Stjórn og búnaðarmálastjóragerði égskriflega
grein fyrir ferð minni á Blöndufundina, en á þeim fundum
kom fram mikill áhugi bænda á verndun gróðurlenda í
afréttum. Minnisstæður er fundur i Landbúnaðarráðu-
neytinu, sem ég var boðaður til á milli jóla og nýárs, þar sem
einkum var fjallað um álit mitt á uppgræðslu í hálendinu,
með sérstöku tilliti til fyrirhugaðrar Blönduvirkjunar. Að
venju sat ég Ráðunautafund í byrjun febrúar, flutti þar
erindi um skipulagningu beitarmála, og á haustfundi Félags
íslenskra búfræðikandídata flutti ég framsöguerindi um
landnýtingu og búvöruframleiðslu. Einu sinni kom ég fram í
útvarpsþætti og einu sinni í sjónvarpi. Á áðurnefndri
ráðstefnu Búfjárræktarsambands Evrópu í Zagreb flutti ég
tvö erindi.