Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 134
108
BÚNAÐARRIT
Heimæðar voru lagðar að 5 bæjum og að félagsheimilinu
Lyngbrekku, samtals 8,8 km af rörum.
1 Biskupstungum var lögð ca 4,7 km vatnsveita frá lindum
austan við Fellskot að Reykholtshverfi. Vatninu erdælt frá
Fellskoti í geymi í Reykholti.
Fetta er fyrsti áfangi af miklu stærri vatnsveitu, sem fyrir-
hugað er að leggja á næstu árum. Vatnsból þeirrar veitu
verður í Markagili í landi Neðri-Dals. Þaðan er hægt að fá
sjálfrennandi vatn á flesta bæi í Biskupstungum. Þá gerði ég
kostnaðaráætlun um vatnsveitu að Reykjahlíð, Vogum og
Grímsstöðum í Mývatnssveit. Var sú áætlun miðuð við, að
vatn verði tekið úr Austaraselslindum, sem eru 6—7 km
austan Námaskarðs. Þaðan fæst vatn sjálfrennandi yfir
Námaskarð. Gert er ráð fyrir að nota vatn úr sömu veitu til
upphitunar. Verður þ.á vatnið hitað í varmaskipti og fæst
síðan sjálfrennandi til notenda.
Björn Bjarnarson mældi ennfremur fyrir 9 vatnsveitum,
samtals 5940 m, og nokkrar vatnsveitur voru lagðar án þess
að mælt væri fyrir þeim.
Skrifstofustiirt, fundir o. fl.
Vinna á skrifstofu fólst í áætlanagerðum um vatnsveitur,
bréfaskriftum, teikningum, skýrslugerð og samtölum við
bændur o. 11. Mörgum var leiðbeint um vatnsveitugerð, véla-
val og ýmis tæknileg atriði. Þá var kaflinn um búvélar í
Handbók bænda endurskoðaður og honum breytt í samræmi
við áorðnar tæknilegar breytingar. Sumar vélar, sem áður
voru í þessum kafla, eru ekki lengur á markaði, en aðrar
komnar í staðinn.
Ég mætti á nokkrum fundum með hreppsnefndum og
búendum í hreppum, þar sem félagsveitur voru á döfinni.
Verðbólgan eykur allmikið vinnu vegna vatnsveituáætl-
ana. Flestar áætlanir þarf að margvinna vegna verð-
breytinga, áður en ákvörðun er endanlega tekin um fram-
kvæmdir.