Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 141
SKÝRSLUR STARFSMANNA
1 15
II. Skýrsla Júlíusar J. Daníelssonar
Störf mín við Frey voru með svipuðum hætti og áður, þ. e.
að afla auglýsinga og efnis, skrifa í hlaðið, taka viðtöl við
menn, þýða og endursegja cfni úr erlendum blöðum og
tímaritum, sem líklegt er að höfði til lesenda blaðsins, taka
Ijósmyndir o. fl.
Sú nýbreytni var tekin upp í ársbyrjun, að litprenta forsíöu
blaðsins og hefur það mælst vel fyrir.
Vinnslukostnaður Freys, litgreining og prentun hækkaði
um 83‘X) frá árinu 1980, og hækkaði áskriftargjald og aug-
lýsingaverð í samræmi við það. Nú um áramótin 1981/1982
hækkaði áskrift blaðsins um 4()‘%>. Er þar tekið mið af verð-
bólgu.
Lítið var um ferðalög á vegum blaðsins.
C >1111111* störf.
Eg sat aðalfund Stéttarsambands bænda, sem haldinn
var að Laugum í Reykjadal dagana 3! til 5. september 1981.
Að beiðni búnaðarmálastjóra og í veikindaforföllum
Gísla Kristjánssonar greiddi cg á síðustu mánuðum ársins
götu grænlenskra fjárræktarnema, sem komu frá Grænlandi
til vistar í Hrafnkelshólum, Leirhöfn og Torfufelli, svo og
annarra, sem fóru héðan af landi að loknu verknámi áleiðis
heim til Grænlands.
Eg vann ofurlítið við bókasafn Búnaðarfélagsins með
bókaverðinum, Oskari Guðjónssyni.
Eg sneri bréfum og skýrslum á erleríd mál og íslenskaði
skýrslur fyrir ýmsar stofnanir landbúnaðarins.
Loks fór ég sem leiðsögumaður 42 manna hóps frá
Hordalands Bondelag í 8 daga ferð í ágústmánuði um Vest-
urland og Vestfirði. Móttökur voru alls staðar góöar, ekki
síst var gestrisni Strandamanna frábær, en þar gisti ferða-
fólkið eina nótt. Fó hygg ég, án þess á neinn sé hallað, að
eltirminnilegast hafi veriö að koma að Hnjóti í Örlygshöfn í