Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 146
120
BUNAÐARRIT
II. Starfsskýrsla Péturs K. Hjálmssonar.
Búreikningar: í fyrstu viku janúar 1981 boðaði búnaðar-
málastjóri mig á sinn fund, þar scm hann óskaði eftir því við
mig, að ég hætti framkvæmdarstjórastarfi hjá Lands-
sambandi hestamannafélaga, sem ég hafði unnið viö und-
anfarið ár í 'h hluta starfs, og kæmi alfarið í fullt starf hjá
Búnaðarfélagi íslands sem fulltrúi á Búreikningastofu.
Ástæðan væri sú, að starfsfólk vantaði til starfs, þar seni
Áslaug Hannesdóttir hætti sem fulltrúi Búreikningastof-
unnar um áramótin. Ég varð við þessum tilmælum búnað-
armálastjóra og hefi starfað síðan nær eingöngu hjá Bú-
reikningastofu. Ég hefi nú með að gera búreikningabændur
á eftirtöldum svæðum: Borgarfirði, Mýrasýslu, Snæfellsnesi,
Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði, Eyjafiröi og Suður-
Þingeyjarsýslu, alls 80 búreikningabændur. Því miður hefur
mér ekki enn gefist kostur á að heimsækja búreikninga-
bændur á Norðurlandi. En að venju heimsótti ég alla hina
búreikningabændurna, sem ég hafði haft með að gera, auk
þess sem ég heimsótti bændur í Skaftafellssýslum austan
Víkur í Mýrdal. Meginhluti starfs hjá Búreikningastofunni
felst í því að lykilfæra og stemma af reikninga bænda og búa
þá fyrir tölvufærslu.
Nefndarstörf: Hrossamerkinganefnd hefur starfað talsvert á
árinu og er nú svo komið, að senn fer að líða að því að hún
geti farið að skila af sér verkefninu. Merkast var, að gerð var
tölvuleit um allar fáanlegar upplýsingar, sem tiltækar eru um
merkingar hrossa. Þessi leit bar góðan árangur og leiddi til
þess, að nefndin lagði fyrir stjórn Búnaðarfélags íslands
ákveðnar hugmyndir um merkingaraðferðir. Nefndinni var
svo falið að halda áfrant að vinna að þessu máli.
Éghef tekið þátt í starfi starfshóps, sem skipaður var á s. I.
ári til að vinna að búreikninga- og bókhaldsmálum bænda.