Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 150
124
BÚNAÐARRIT
Halldór Árnason réðst til starfa mcð mér, hefur hann að
mestu tekið við þessum verkefnum og mun gera þeim skil í
sinni starfsskýrlsu.
Starfsemi skráningadeildar hjá Búnaðarfélaginu er nú
sameiginleg fyrir alla starfsemina í stað þess, að áður var
þessu skipt milli skýrsluvélaþjónustu og búrcikningastofu.
Með þessari breytingu skapast möguleikar á að veita
ákveðnum verkefnum mciri forgang á ákveðnum tíma en
áður var. Sá þáttur, sem hvað mcstu ræður um, að tölvu-
þjónusta í Búnaðarfélaginu hefur á undangengnum árum
gengið vel, er, að það hefur haft á að skipa öruggu og vel
þjálfuðu starfsliði að gagnaskráningu.
Ekki var mikið um fundarhöld um landið á þessu ári. Ég
mætti á aðalfund Frjótæknafélagsins og geröi þar grein fyrir
vinnu við tölvuvinnslu á sæðingarskýrslum.
í júní sótti ég námskeið að Landbúnaðarháskólanum
Ultuna í Svíþjóð. Námskeið þetta stóð í eina viku. Fyrirlesari
þarna var C. R. Henderson, fyrrverandi prófessor við Corn-
ell Háskólann í Bandaríkjunum. Þarna var samankominn
hópur fólks frá mörgum löndum Evrópu, sem vinnur að
úrvinnslu afkvæmarannsókna í sínum heimalöndum, fyrst og
fremst í nautgriparækt. Henderson hefur á áratuga löngum
starfsferli sínum veriö aðalhöfundur þeirra aðferða, sem
menn nota víða um heim við mat kynbótagripa. Á síðustu
árum hefur hann sett fram nýjar og endurbættar aðferðir,
sem almennt ganga undir nafninu BLUP. Þessaraðferðireru
reiknitæknilega flóknar og óhugsandi að vinna þær nenia
með aðstoð stórvirkra talva. Það sem hvaö mest hefur ýtt á
eftir nauðsyn þess að fá endurbættar aðferðir við mat kyn-
bótagripa er, að við samanburð á gömlum og ungum nautum
leiða hefðbundnar aðferðir, sem m. a. eru notaðar hér á
landi, til vanmats á yngri nautum. Þetta gerist vegna hinna
öru framfara, sem eiga sér stað í stofninum. Þetta atriði
kemur að vísu ekki til að valda vanda hér á landi, þar sem allt
okkar val fer fram á milli yngstu nautanna, sem hverju sinni