Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 152
126
BÚN AÐARRIT
hef nú að fullu tekið við. Auk þess hef ég séð um og unnið
ýmis smærri og stærri verkefni, sem upp hafa komið á árinu,
og of langt mál yrði að tíunda hér.
Þau markverðu tíðindi urðu í tölvumálum Búnaðarfélags
íslands á árinu, að beint samband fékkst við tölvu Mjólkur-
samsölunnar og hafa verið settir upp 3 skermar og einn
prentari. Tveir skermanna og prentarinn eru í eigu Fram-
leiðsluráðs. Upphaflega átti þetta kerfi að koma á um ára-
mótin 1980—1981, en þarsem meðgöngutíminn reyndist 9
mánuðir, þá komst þetta ekki í gang fyrr en í september. Að
frátöldum örfáum vandamálum, sem upp hafa komið, þá
hefur þetta gengið nokkuð vel, og í haust og vetur hafa allar
upplýsingar úr forðagæslu- og jarðræktarskýrslum farið
beint inn í tölvu um kerfi þetta. Hin beina tenging sparar
sömuleiðis okkur, sem að forritun og úrvinnslu verkefna
vinnum, mikil hlaup og fyrirhöfn, þar sem við getum nú sett
inn, prófað og keyrt stóran hluta af þeim forritum, sem við
erum með í notkun, án þess að fara út úr húsi. í desember
gafst mér kostur á að sækja námskeið í COBOL 74, seni
haldið var í Dallas í Texas af Burroughs tölvufyrirtækinu.
Var þarna um að ræða tveggja vikna námskeið, og voru
þátttakendur á námskeiðinu aðeins sjö, þannig að bæði
verklegirogbóklegir tímar nýttust mjögvel. Var námskeiðið
mjög gagnlegt og gott, og vil ég þakka stjórn Búnaðarfélags
íslands fyrir að gera mér mögulegt að sækja þetta námskeið.
Ég fór með Árna G. Péturssyni sem aðstoðarmaður og
lærisveinn á afkvæmasýningar á Suðurlandi, er haldnar voru
í október.
Auk þess ferðaðist ég með Sveini Hallgrímssyni í feld-
fjárskoðun í A.-Landeyjum og Meðallandi, og afkvæma-
rannsóknum í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri.
í janúar 1982,
Halldór Árnason.