Búnaðarrit - 01.01.1982, Blaðsíða 156
130
BÚNAÐARRIT
Veiðihundabúið. Eins og undanfarin ár er hundabú rekið í
Þormóðsdal í Mosfellssveit. Þar eru ræktaðir hundar af
veiðihundakynjum, sem útvegaðir eru til veiðimanna. Þor-
leifur Geirsson sér um vörslu og hirðingu hundanna eins og
undanfarið, og er hann búsettur í Þormóðsdal. Frá hunda-
búinu eru útvegaðir hvolpar um allt land, einnig lánaðir
tamdir hundar til veiðimanna, eftir því sem hægt er. Nokkrir
veiðimenn eiga hunda sína geymda á búinu. Þessir menn
hafa stundað minkaveiðar um allt land með sérlega góðum
árangri og hafa haldið minkum í skefjum í heilum sveitarfé-
lögum. Hinir svonefndu áhugaveiðimenn hafa veitt
ómetanlega aðstoð í baráttunni við villiminkinn.
Loðdýrarœktin. Ég kom á nokkur loðdýrabú á árinu til
eftirlits, einnig á staði þar sem loðdýrabú voru í byggingu.
Töluverður áhugi virðist vera á þessari búgrein, einkum þó
refarækt, sem segja má að sé byrjuð eða í undirbúningi í
öllum landshlutum.
Fækkun vargfugla. Tilraunum á fækkun vargfugla með
svefnlyfi, sem staðið hefur nú í nokkur ár, var haldið áfram.
Fór ég á allmarga staði sunnanlands í þessu skyni, einkum
þar sem kvartaö var undan ágangi hrafna og svartbaks. Á
þessum slóðum vann ég ásamt aðstoðarmönnum mínum alls
87 hrafna og 1069 svartbaka, aðallega við Selfoss. Trúnað-
armenn mínir unnu eftirtalinn fjölda fulga: Páll Leifsson,
Eskifirði, vann á Hornafirði, Eskifirði, Norðfirði og Seyðis-
firði 397 hrafna og 1448 svartbaka og silfurmáva; Einar
Guðlaugsson, Blönduósi, 60 hrafna; Aðalgeir Þorgrímsson,
Húsavík, 137 hrafna og 28 svartbaka; Þorvarður Júlíusson,
Söndum, 602 hrafna og 898 svartbaka; Gunnar Þórðarson,
Sauðárkróki, 130 svartbaka. Aðstoðarmaður minn, Þor-
valdur Björnsson, Reykjavík, vann 60 hrafna og 183
svartbaka. Fuglar, sem unnir voru með aðstoð svefnlyfja
árið 1981, voru 741 hrafn og 3756 svartbakar.
Töluverðurfjöldi svartbaka var skotinn á árinu 1981 oger
lítill hluti þeirra skrásettur. T. d. er mér kunnugt um að 4390