Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 157
SKÝRSLUR STARl-SMANNA
131
svartbakar voru skotnir á sorphaugunum í Gufunesi. Páll
Leifsson, Eskifirði, skaut 1000 svartbaka á Breiðafirði og
spurnir hef ég frá öðrum stöðum, þar sem fjöldi fugla var
skotinn án þess að það komi fram á skýrslum til mín. Ég ætla
að það sé ekki ofsagt þó áætlað sé, að unnir hafi verið 12— 14
þúsund svartbakar 1981, en gætu verið töluvert fleiri.
Eins og ég gat um hér að framan hef ég átt við nokkur
veikindi að stríða og átti ég i erfiðleikum með að stunda
vinnu mína sem skyldi. Af þessum ástæðum var ráðinn til
mín aðstoðarmaður í þrjá mánuði, september, október og
nóvember, Þorvaldur Þór Björnsson, Stelkshólum 12,
Reykjavík, 25 ára gamall. Þorvaldur reyndist vel í alla staði.
Hann fór í nokkrar minkaveiðiferðir út um land, vann að
vargfuglaeyðingu og hjálpaði til við skýrslusöfnun og frá-
gangþeirrao. s. frv. Ég varáður kunnugur Þorvaldi, þarsem
hann hefur tekið þátt í dýravinnslunni í mörg ár af miklum
áhuga. Þessi aðstoð kom sér mjög vel fyrir mig. Er ég sér-
staklega þakklátur stjórn Búnaðarfélags íslands og búnað-
armálastjóra fyrir að samþykkja þessa aðstoð.
Veidiskýrslur. Að þessu sinni er birt skrá yfir unna refi,
minka og svartbaka fyrir árin 1979 og 1980, sem er vegna
þess, að heimtur á veiðiskýrslum voru svo slæmar árið áður.
Hins vegar hefur nú tekist að fullheimta skýrslur eða upp-
lýsingar frá öllum bæjar- og sveitarfélögum landsins fyrir
árin 1979 og 1980. Þaö mun vera einsdæmi að ekki vanti
neinar upplýsingar frá þessum aðilum.
Töflur sýna, að fjöldi unnina dýra er nokkuð svipaður og
áður nema hvað minkinn snertir 1980, þá er unnin langmesti
fjöldi þeirra yfir árið til þessa. Líklegasta ástæðan fyrir því er
sú, að þá hækkuðu verðlaun fyrir unnin dýr verulega. Áður
voru menn víða hættir að sinna þessum veiðum vegna lágra
verðlauna.
Þakka samstarfsfólki fyrir góða samvinnu.
Sveinn Einarsson.