Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 159
SKÝRSLUR STARFSMANNA
133
hæfur fyrir framleiöslu okkar og flutningskostnað. Heyið
hlaut því að geymast í hlöðum og var það vel, úr því sem
reynslan sýndi um árferðið 1981.
Uppgjöri yfir eftirtek ju og bústofn bænda fyrir árið 1980
var lokið, svo að heildaryfirlitið birtist í Hagtíðindum, í
aprílhefti svo sem verið hefur um mörg ár. Skal hér í stuttu
máli gerð grein fyrir niðurstöðum um þau efni.
Að venju gekk innköllun forðagæsluskýrslna misjafnlega
og eins og fyrr tregast frá bæjafélögunum, enda er það svo,
að fóðurforði eigenda búfjár í bæjum er óviss snemma
vetrar, fóðrið er að mestu aðkeypt og í öðru lagi er fjöldi
hrossa bæjarbúa úti um sveitir jafnvel fram um áramót og
þess vegna torvelt forðagæslumönnum að fá réttar tölur fyrr.
Hitt skal undirstrikað jafnframt, að skýrslurnar bera það
með sér, að almennt talið er stöðug framför í skýrslugerð, en
aö þessu sinni voru eyðublöð með nýju sniði. Nú var gerð
þeirra með tilliti til úrvinnslu í tölvu í fyrsta sinn, en tölvu-
vinnslan hjá Búnaðarfélagi íslands er á hendi Halldórs
Arnasonar, sérfræðings á þessu sviði.
bcim forðagæslumönnum fer fjölgandi, og meta þeir af
meiri nákvæmni en fyrr gerðist og gildir það einkum um
mælingu og mat forðans, þ. e. eftirtekju sumarsins. Um
niatið má annars segja, að þar er eðlilega um ályktanir að
ræða, sem reyndir aðilar fara mjög nærri um þegar forsend-
urnar eru skoðaðar, en þær eru: vaxtarstig jurtanna þegar
slegið er, hirðingarskilyrði um heyannatímann og svo hita-
myndun í hlöðunum. Þegar um ræðir vothey gilda sömu
utriði. Hins vegar verður að álykta, að öruggari til mats á
næringargildi fóðursins séu efnagreiningar, en þó svo framt
að þærséu gerðar í verulegum mæli, svæðabundið. í harðær-
um undanfarinna ára hefur verið lagt kapp á að auka efna-
greiningar til þess að komast nær raungildi fóðursins.
Arið 1979 reyndust hey betri en ýmsir ályktuðu, þá var
treni minna í grasinu en þegar það vex í hlýviðra-sumrum, og
þó að heyið hrektist þá og lægi sums staðar undir snjó dögurn