Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 161
SKÝRSLUR starfsmanna
135
Að fengnum niðurstöðum éfnagreininga á efnarann-
sóknastofunum hef ég, eins og undanfarin ár. leitast við að
finna mælikvarða á gildi hins heimaaflaða fóðurs. Eftir því
hefur heyfengur 1980 verið sem hcr segir, talinn í fóður-
einingum.
Fóðureiningar
Svæði þurrhey
Reykjanesumdæmi .... 4.407.092
Vesturland .............. 27.241.73S
Vestfirðir ............... 7.054.575
Norðurland vestra ....... 33.356.663
Norðurland eystra ....... 37.496.760
Austurland .............. 24.422.310
Suðurland ............... 63.847.784
Landiðallt 197.826.919
Hundraðshlutföll 90,7
Vothey Samtals Vothev %
266.448 4.674.000 5,70
3.472.098 30.714.000 1 1,30
5.536.442 12.591.000 43,97
2.939.208 36.296.000 8.09
1.788.604 39.285.000 4,55
1.439.110 25.861.000 5.56
4.873.365 68.721.000 7,09
20.315.626 218.142.000
9,3 100
A1 þessu má sjá, að samkvæmt rúmmetratölum forða-
gæslumanna ætti eftirtekjan að hafa verið um 23% meiri
1980 en árið áður, en metið eftir niðurstöðum efnagreininga
aöeins um 16% meiri.
Við heybirgðirnar bætist hraðþurrkað fóður 1980, sam-
t;ils 13.208 tonn, og er næringargildi þess metið
^ öSO.OOOF.E. Er því fóðuröflun sumarsins um 228 millj-
°nir fóðureininga, en það er næst því mesta, er nokkru sinni
hefur aflast á einu sumri.
Hey voru víða svo mikil, að bændur vildu selja hey í
verulegum mæli. Á haustnóttum 1980 horfði þannig, að um
markað yrði að ræða í Noregi, en þegar flutningskostnaður
°g rýrnun dróst frá söluverði nam nettóverö ekki fram-
leiðslukostnaði og fclI sala niður, ein sending fór þó til
Norður-Noregs með árangri, sem ýmsum seljendum þótti
‘dleitur. Þær þúsundir tonna, sem skráðar voru til sölu, fóru
1vergi, en haustiö 1981 voru fyrningar víðast kærkomnar.