Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 165
SKÝRSLUR STARFSMANNA
139
skole á Fjóni, Indrætshöjskolen Sönderborg, Indrætshöj-
skolen Viborg og Nordisk Höjskole, Hilleröd.
Komu ungmenni frá umræddum skólum og víðar að einatt
í tugatali með vorskipum og flugvélum og aðrir á haustin til
veturvista.
Afkastamestur í þessum efnum var Jón Porsteinsson,
íþróttakennari í Ryslinge og síðar Sönderborg, er skipulagði
allt ytra, sem unnt var, einnig í félagi við forráðamenn hinna
skólanna.
Petta sparaði stórlega vinnu hjá mér, því að öllu var raðað
áður en hóparnir komu hingað.
Langflestir umræddra farandverkamanna hafa verið
Danir, eins og þegar er sagt, eða rétt við 2.000, Norðmenn,
Svíar og Þjóðverjar á annað hundrað frá hverju landi og
aðrar þjóðir nálægt 200 samtals. Er óhætt að fullyrða, að
með komu umræddra útlendinga hafa augu ýmissa opnast til
víðara útsýnis, útlendinganna um Island og Islendinga, og
vissra aðila hér til annars álits á ungmennum annarra þjóða
en áður ríkti.
Af eigin kynnum á ég í vitund nokkur dæmi þess, að Dana-
hatarar í bændastétt urðu Danavinir eftir dvöl og störf ungra
Dana á búum þeirra.
Fegar vinnumarkaður var opnaður gagnkvæmt meðal
Norðurlandaþjóða fyrir nokkrum árum, var Island ekki
með. Nú þegar ísland verður innan tíðar aöili samkvæmt
samþykktum ráðherranefndar, má telja víst, að einhverjar
takmarkanir fyrir innstreymi hljótum við að setja, ekki síst ef
svo reynist, sem spáð er, að atvinnuleysisstyrkir verði lækk-
aðir að mun á vissum svæðum, en hingað hafa ungir Danir
ekki komið ásíðustu árum vegna þess, að eigin sögn, að kaup
sé lægra hér en þeir fái sem atvinnuleysisstyrki í heimalandi.
Að sjálfsögðu eru bændur nú færri en voru fyrir aldarfjórð-
ungi. Hins vegar eru fleiri stórbú nú en fyrruin, er þurfa á
tímabundinni aðstoð að halda. Eðlilegt mun þykja að
Norðurlandabúar verði látnirsitja fyrir vistunum hér. Það er