Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 166
140
BÚN AÐARRIT
í samræmi við þá stefnu, sem kynnt var snemma árs 1981 af
opinberum aðilum, og ætla má að um styrkist með sam-
eiginlegum vinnumarkaði.
3. Samskipti við Grænlendinga.
Eins og að undanförnu hef ég annast fyrirgreiðslu græn-
lenskra sauðfjárræktarnema, er hingað koma 3 árlcga til
ársvistar, samkvæmt samningi Búnaðarfélags Islands við
stjórn Fjárræktarfélags grænlenskra bænda. Búnaðarfélagið
hefur samið við bændur um að taka árlega þessa nema til
náms í fjárrækt og fjárgæslu. Dvölin hér er samkvæmt grænl-
enskum samþykktum þriðja og síöasta árið í verkmenntun
þeirra. Eeir piltar, er liingað komu haustið 1980, eru allir
farnir heim, einn þeirra fór á vordögum 1982 og gerðist þá
bóndi strax.
Á síðasta hausti komu hingað:
Karl Kleist, til dvalar í Leirhöfn í Presthólahreppi.
Thomas Egede, til dvalar í Torfufelli, Eyjafirði.
Frederik Frederiksen, að Hallkellshólum í Grímsnesi, en
dvalartími hans varð aðeins 1 '/2 mánuður. Ákveðið er að í
hans stað komi Vitus Dahl í janúar 1982.
í sambandi við dvöl umræddra nema skýtur auðvitað upp
vandamálum, er ráða þarf framúr, og voru þau allfjölþætt á
liðnu ári.
Petta er ekki óeðlilegt. Piltarnir eru yfirleitt sveitadrengir,
sem eru að fara að heiman í fyrsta sinn og mæta aðstæðum og
heimilisháttum gjörólíkum þeim, er þeir hafa vanist. En í
stórum dráttum má segja að velferð þeirra hér hafi verið
ákjósanleg.
Þá má geta þess, að á árinu hafa Grænlendingar komið
hingað nokkrum sinnum, einn eða fleiri í senn, til þess að
kynnast hér vissum verksviðum okkar, og ég hef veitt fyrir-
greiðslu. Má þar til nefna Hans Peder Jeremiassen, sem
kynnti sér ullarþvott og ullarmat og dvaldi hér um þriggja
mánaða skeið í þeim tilgangi.