Búnaðarrit - 01.01.1982, Blaðsíða 171
SKÝRSLUR STARFSM ANN A
145
Mán. fjöldi mán. pr. 100 býli
Bsb. Kjalarnesþings 5,0 4,6
Bsb. Borgarfjarðar 28,0 7,9
Bsb. Snæfellinga 17,0 9,9
Bsb. Dalamanna 20,5 13.4
Bsb. Vestfjarða 14,0 3,4
Bsb. Strandamanna 5,0 4,2
Bsb. V.-Húnavatnssýslu ...... 16,5 9,4
Bsb. A.-Húnavatnssýslu 19,0 8,9
Bsb. Skagfiröinga 2 1,0 6,3
Bsb. Eyjafjarðar 20,5 5,4
Bsb. S.-Fingeyinga 19,5 7,0
Bsb. N.-Þingeyinga 4,0 3,1
Bsb. Austurlands 42,0 8,3
Bsb. A.-Skaftfellinga 7,0 7,1
Bsb. Suðurlands 74,0 6,4
Samtals 313,0 eða 26 ársstörf.
að gegna störfum afleysingamanna, heldur hefur að mestu
leyti verið um lausráðið fólk að ræða, sem annars vegar
búnaðarsamböndin semja við að vera til taks ef á þarf að
halda eða sem ja við í sérhverju tilviki, eða hins vegar fólk,
sem bændur og húsfreyjur sjá um útvegun á.
Eg tel að þesi þjónusta við bændur, sem þeir sömdu um við
stjórnvöld mcð eftirgjöf á hækkun launa sinna í desember
1^78, hafi þegar sannað gildi sitt og sé mikið öryggisatriði
fyrir bændur og húsfreyjur.
Ég tel framkvæmdina af hálfu búnaðarsambandanna hafa
tekist mjög vel, þó mörg atriði hafi komið upp í fyrstu, sem
þörfnuðust úrskurðar Búnaðarfélags íslands.
Það er von mín, að eftirleiðis megi segja að starfið sé
komið í nokkuð fastmótaðar skorður og þakka ég þeim
mönnum, sem umsjón hafa með þessum málum hjá búnað-
arsamböndunum, fyrir samstarfið.
Reykjavík, 29. januar 1982.
Viðar Þorsteinsson