Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 177
SKÝRSLUR STARFSMANNA
151
frábrugðin störfum fyrir Búnaðarfélag íslands, þó að því
fráskildu, að annarra réttarsviða hefur þar meir gætt, svo
sem kröfuréttar.
Störf, sem hafa verið unnin fyrir einstaka bændur, hafa að
yfirgnæfandi hluta varðað eignarrétt, ábúðarmálefni og
skattarétt.
Reykjavík, 26. janúar 1982,
Guðrún Margrét Arnadóttir.
Starfsskýrsla landgræðslustjóra.
Árið 1981 var afar óhagstætt gróðri landsinsþegaráheildina
er litið. Veðráttan 1981 var víðast hvar afleit, frosthörkur
miklar seinni hluta vetrar, og svellalög geysileg á túnum og á
útjörð. Spár manna um mikið kal reyndust því nriður réttar,
en menn gerður sér ekki almennt grein fyrir því livað út jörð
var mikið kalin, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Vorið
kom „aldrei" og sumarið var kalt, út jörð spratt lítið og það
ásamt kalinu leiddi til þess, að beitilönd voru víða mjög
mikið bitin í haust. Það haustaði snemma, hiti víðast hvar
langt undir meðallagi og tók því snemma fyrir allan gróður.
Meðalfallþungi dilka var um 1 kg lægri en 1980 og segir
það nokkuð til um ástand beitilanda.
Landgræðslustarfið fór fram með svipuðu sniði og 1980,
þ. e. a. s. að starfað er enn að mestu skv. landgræðsluáætlun,
sem samþykkt var á Þingvöllum 1974. Fyrri fjárveitingar-
liðir stofnunarinnar hafa rýrnað verulega. í ársskýrlsu fyrir
1980 sagði undirritaður: „Ljóst var að mikill samdráttur
yrði í landgræðslustarfinu á árinu 1981,“ enda var sú raunin
á. Mikill samdráttur varð í áburðarfluginu eða um 30%, sem
var þó í raun meiri á landgræðslusvæðin vegna þess, hve
mikið áburðarflug var á gjóskusvæðin frá Heklugosinu
1980, og verður kornið nánar að því síðar.
Engar nýjar landgræðslugirðingar voru girtar vegna