Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 183
BÚNAÐARPING
157
fljótlega bætt með stórfelldri ræktun, og nú nýlega borun
eftir heitu vatni og hitaveitu. Gróðurhús og allar aðrar
byggingar risu af grunni með myndarbrag. Fénaður allur var
vel meðfarinn, kynbættur og arðsamur. Samhliða bústörfum
vann Sigmundur mikið að félagsmálum fyrir sveit og sýslu.
Hann var í hreppsnefnd Hrunamannahrepps 1942—1966,
oddviti í 20 ár. Á þeim árum risu upp að Flúðum félags-
heimili, skóli, sundlaug o. fl. sem tilheyrir. Hann átti sæti í
prestsetursjarðanefnd á vegum kirkjumálaráðuneytis. Fast-
eignamatsnefnd Árnessýslu 1963—1970. Fulltrúi Búnað-
arsambands Suðurlands á Búnaðarþingi 1954—1978. Mörg
önnur félagsmál féllu í hlut Sigmundar, þótt hér verði eigi
rakin.
Sigmundur í Syðra-Langholti var hugsjónaríkur, áræðinn,
hygginn og athafnasamur stórbóndi, sem trúöi á mátt mold-
arinnar. Bjartsýnn félagsmálamaður er flutti mál sitt af festu
og tæpitungulaust. Hann vildi jafnan standa eða falla með
sínum málstað.
Kona Sigmundar var Anna Jóhannesdóttir frá Fremri-
Fitjum, V.-Húnavatnssýslu. Hún lifir mann sinn.
Sigmundur lést þann 12. mars 1981.
Gísli Magnússon, bóndi Eyhildarholti. Hann var fæddur að
Frostastöðum í Akrahreppi, Skagafirði, 25. mars 1893. For
eldrar hans voru hjónin Kristín Magnúsdóttir frá Gröf í
Laxárdal, Dalasýslu og Magnús Halldór Gíslason, bóndi,
Frostastöðum, Þorlákssonar.
Gísli ólst upp í foreldrahúsutn á menningarheimili og
vandist ungur umfangsmiklum bústörfum. Hann stundaði
nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þar gagn-
fræðaprófi árið 1910 og búfræðiprófi frá bændaskólanum að
Hólum í Hjaltadal 1911. Hann dvaldist í Noregi og Skot-
landi árin 1912—1914 og lagði einkum stund á sauðfjár-
rækt. Eftir heimkomuna vann hann á búi foreldra sinna þar
til hann kcypti jörðina Eyhildarholt í Rípurhreppi og hóf þar