Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 189
BÚNAÐARPING
163
sveitanna. Milli Búnaðarfélags íslands og Halldóru hafði
lengi verið náin og góð samvinna. Það þakkaði hún með því
að færa féiaginu dýrmætar gjafir. Heimilisiðnað, sem prýðir
III. hæð Bændahallarinnar. Allt eru það gamlir, góðir og
þjóðlegir listmunir.
Halldóra varð elsti íslendingur, sem vitað er um. Hún var
108 ára gömul er hún lést þann 28. nóv. 1981.
Að þessum minningarorðum loknum bað forseti viðstadda
að rísa úr sætum og votta með því hinum látnu virðingu.
Síðan vék forseti að þeim málum, sem hæst ber á sviði
landbúnaðar um þessar mundir, og gat þess jafnframt, að á
þessu ári væru nokkur merkisafmæli, sem vert væri fyrir
bændastéttina að minnast, þ. e. 100 ára afmæli elsta
kaupfélags landsins, Kaupfélags bingeyinga, 80 ára afmæli
Sambands ísl. samvinnufélaga, 100 ára afmæli bænda-
skólans á Hólum og 145 ára afmæli Búnaðarfélags fslands.
Hann gat unt markmiðin sem lágu að baki því, að þessum
stofnunum var komið á fót, og sagði síðan: „Þessir þrír
meginþættir, menntun, víðtæk félagsstarfsemi og barátta
fyrir framförum á sviði atvinnulífs og í viðskiptamálum, hafa
reynst íslensku þjóðinni traustir hornsteinar og haldgóður
grunnur því velmegunarþjóðfélagi, sem við lifum í.“
Þá ræddi forseti ýmis vandamál, sem landbúnaðurinn ætti
við að etja eins og raunar aðrir atvinnuvegir, sem byggðu á
gögnum og gæðum landsins, svo sem sjávarútvegur og iðn-
aður, því að alls staðar örlaði á viðskiptakreppu. Þótt hlutur
landbúnaðar í útflutningi væri ekki mikill samanborið við
heildarútflutning landsmanna, þá hefði hann talsverða
þýðingu fyrir þjóð, sem berst í bökkum gjaldeyrislega. Al-
mennt væri talið, að mjólkurframleiðsla sé nokkurn veginn í
samræmi við innanlandsþarfir, en öðru máli gegndi með
framleiðslu á kindakjöti, þar sem flytja þyrfti út hartnær
þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar, og markaður í Noregi,
sem var nær 3000 tonn fyrir nokkrum árum, yrði sennilega
enginn.