Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 220
194
BÚNAÐARRIT
Mál nr. 5
Erindi Stéttarsambands bænda um jarðabótaframlag til
uppsetningar vökvunar- og frostvarnarkerfa í kartöflu-
görðum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 24 samhljóða atkvæðum.
Búnaðarþing lýsir stuðningi við viðleitni bænda til að gera
kartöfluuppskeruna árvissari.
Beinir þingið því til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, að
hún láni til kaupa á búnaði, sem viðurkenndur er til vökvun-
ar og frostvarna í kartöflugörðum. Þingið lítur svo á, að
reynist það hagkvæmt að dómi Búnaðarfélags íslands að
leiða vatn að garðlöndum til þess að nýta þennan búnað, þá
komi til álita að veita framlag til þess, eins og til annarra
vatns- eða áveituframkvæmda.
Greinargerð:
Fram hefur komið á liðnum árum, að verulega má gera
kartöfluframleiðsluna árvissari með því að setja vatnsúðun-
artæki í garða á þeim svæðum, þar sem mest hætta er á
næturfrostum síðla sumars. Einnig má benda á upp-
skeruauka, sem rekja má til vökvunar, einkum á sand-
jarðvegi, þegar þurrkar ganga. Því telur Búnaðarþing rétt,
að bændur njóti fyrirgreiðsiu Stofnlánadeildarinnar til að
setja upp búnað sem þennan, og einnig má telja eðlilegt, að
framlag verði veitt samkvæmt jarðræktarlögum, að veita
vatni að, enda sé unnið eftir áætlun, sem Búnaðarfélag ís-
lands samþykkir.
Kostnaður við þennan vökvunarbúnað getur, ef þannig
viðrar, borgað sig á tiltölulega skömmum tíma, einkum á
þeim landssvæðuunt, þar sem hætta er á næturfrostum og
þurrkum, sé vatn fyrir hendi, en til frostvarnar þarf ca. 28
tn/ha/klst., meðan frostið er.