Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 225
BÚNAÐARPING
199
Búnaðarþing telur, að hreindýrastofninn á Austurlandi sé
sjálfsagður hluti hinnar íslensku náttúru og því beri að við-
halda stofninum.
Hins vegar telur þingið, að stofninn sé nú orðinn of stór og
ástæða sé til að fækka dýrunum verulega í fjörðunum og
lágsveitum.
Þingið telur eðlilegt, að stærð stofnsins sé miðuð við þau
lífsskilyrði, sem hreindýrin hafa á heiðunum norður og
austur af Vatnajökli.
Þar sem í ljós hefur komið, að hreindýr hafa sest að að
staðaldri í byggð og valdið þar verulegum ágangi á beitar-
lönd á sífellt stærra svæði og ekki er loku fyrir það skotið, að
hreindýr geti borið næma búfjársjúkdóma, svo sem riðu- og
garnaveiki, milli fjárskiptahólfa, skorar þingið á mennta-
málaráðuneytið að leyfa fækkun dýranna.
•lafnframt óskar Búnaðarþing eftir því, að menntamála-
ráðuneytið beiti sér fyrir athugun á ástandi beitilandsins á
því svæði, sem hér um ræðir, í samráði við Landgræðslu
n'kisins og landnýtingarráðunaut Búnaðarfélags íslands, svo
að unnt sé að ákveða eðlilega stærð hreindýrastofnsins.
Greinargerð:
Hreindýrum hefur allmikið fjölgað hin síðustu ár. Talning
á vegum Náttúrufræðistofnunar árið 1980 leiddi í ljós, að
þau voru þá um 3.000 og búast má við því eftirathuganir s. 1.
sumar, þótt talning hafi ekki verið nákvæm, að þau verði í
sumar (1982) nær 4.000. Við fjölgun dýranna hafa þau
dreift sér meira um Austurland, og er nú svo komið, að þau
virðast hafa tekið sér bólfestu víða í byggð á Austfjörðum.
Valda þau þar verulegum ágangi sbr. erindi bænda í Norð-
fjarðarhreppi til Búnaðarþings.
Orsakir þess, að dýrin hafa sótt til nýrra staða, telja kunn-
ugir helstar, að sá gróður, sem þau hafa lifað á á heiðunum,
se genginn til þurrðar, og einnig er talið auðveldara að