Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 227
BÚNAÐAK I>1NG
201
Telja verður frumvarpið órökrænt, og því beri Alþingi að
fella það.
Mál nr. 14
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 101 frá 8. des.
1966 Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verð-
miðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., sbr. lög nr. 68/
1976.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 22 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing getur ekki fallist á þær breytingar á lögum
um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verð-
miðluno. fl.,sem frumvarp VilmundarGylfasonaro. fl. (70.
mál 104. löggjafarþings) gerir ráð fyrir, og leggur til, að það
verði fellt.
Greinargerð:
í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að horfið sé frá fastri
verðlagningu búvöru, en Framleiðsluráð landbúnaðarins
ákveði aðeins hámarksverð í heildsölu og smásölu. Þetta er
engan veginn hægt að fallast á. Hin fasta verðlagning er ein
af meginforsendunum fyrir því, að verðmyndunarkerfi
landbúnaðarafurða nái þeim tvíþætta tilgangi sínum, annars
vegar að tryggja bændum viðunandi laun fyrir vinnu sína,
miðað við aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins, og hins vegar, að
neytendur, hvar sem er á landinu, eigi þess ávallt kost að fá
vöruna keypta á sama verði, og framboð sé nægjanlegt á
hverjum stað og hverjum tíma. Sé horfið frá fastri verð-
lagningu, bresta forsendurnar fyrir þeirri verðmiðlun, sem
gera kleift að veita þessa mikilvægu þjónustu.
Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því, að sölumeðferð
garðávaxta og grænmetis verði framvegis í höndum fleiri
aðila en Grænmetisverslunar landbúnaðarins. Rökin gegn
þessu eru að ýmsu leyti þau sömu og hinu atriðinu, þ. e. líkur
15