Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 230
204
BÚNAÐAU RIT
leitist við að varna því, að fólki stafi óhollusta eða sýking frá
sjúkum dýrum eða afurðum. Ekki er hér ætlast til, að dýra-
læknar taki við því hlutverki, sem héraðslæknum er ætlað
samkvæmt lögum um varnir gegn sullaveiki, heldur er hér
gert ráð fyrir viðbótareftirliti dýralækna. Er það hvort
tveggja, að sullasmit berst jafnt í dýr sem mcnn og einnig
hitt, að með breyttum háttum um Iækna- og dýralækna-
skipan eiga dýralæknar nú einatt tíðari ferðir um sveitir
landsins en læknar og því eðlilegt að fela þeim að halda uppi
slíku eftirliti, enda mun það raunar þegar eiga sér stað sums
staðar á landinu.
Mál nr. 16
Erincii Porlcels Bjarnasonar um útflutning hrossa.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 21 samhljóða atkvæði:
Búnaðarþing vill ítreka fyrri samþykktir sínar um nauðsyn
þess, að hér sé jafnan stundað öflugt kynbótastarf í hrossa-
rækt, og þakkar jafnframt augljósan kynbótaárangur und-
anfarinna ára og áratuga.
Ennfremur þakkar þingið það alþjóðlega félagsstarf, sem
stofnað hefur verið til í þeim tilgangi að kynna eðliskosti
íslenska hestsins, og um Ieið hefur íslensk landkynning notið
þar góðs af í verulegum mæli.
Á síðustu árum hcfur þó útflutningur á hrossum dregist
mjög saman og er það ef til vill ekki óvænt, þar sem verslun
með lifandi búfé á milli landa hefur ætíð verið óstöðug, en
gæti þó sennilega orðið hér viðvarandi með nokkur hundruð
úrvals einstaklinga á ári.
í því sambandi er áríðandi, að ræktunarmenn og ráðu-
nautar haldi vöku sinni um það, að bestu hestarnir verði ekki
vanaðir á unga aldri og hljóti það uppeldi, að eðliskostir
þeirra komi í ljós sem fyrst, og bestu kynbótagripirnir verði
vel notaðir og ekki fluttir úr landi.