Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 239
BÚNAÐARI’ING
213
bændum væntanlega fjölga, sem setja sig inn í framtalsgerð.
Búreikningar eins og þeir eru í dag, hafa ýmsa annmarka
við útfyllingu landbúnaðarframtals og þörf er á breytingum
þar að lútandi. Sú tilraun, sem nú er hafin og síðar er greint
frá, miðar að því að tölvuvæða landbúnaðarframtalið, en
verði það ekki hagkvænrt er stefnt að því, að bændur hafi full
not af búreikningafærslu við framtal með samræmingu á
búreikningi og flokkun tekju- og gjaldaliða á framtali.
b) Gagnasöfnun fyrir almennar hagfrceðileiðbeiningar.
Með frekari úrvinnslu búreikninga má reikna út áhrif ýmissa
þátta á afkomu bænda, áhrif bústærðar, afurðasemi, fóðrun-
arstefnu, o. fl. Búreikningar sýna hvaða bændur ná bestum
árangri, og af þeim má læra og breiða þá þekkingu út.
c) Not bónda af búreikningi hans sjálfs í samvinnu við ráðu-
naut.
Meta ntá afkomu hvers og eins bónda á fleiri vegu, t. d. með
því að bera hana saman við afkornu annarra bænda á sama
svæði eða meðalafkomu hliðstæðra búa eða jafnvel þeirra,
sem bestum árangri ná. Einnig er árangursríkt að gera sam-
anburð á milli ára. Einn búreikningabóndi orðaði það svo,
að hann væri í kappi við sjálfan sig og nágrannana.
Ef góður árangur á að nást er ekki nóg að líta til baka, það
verður einnig að vera hægt að gera áætlanir og spár. Á því
sviði er hvað mest óunnið hvað varðar notkun hjálpartækja,
þar á meðal tölva, sem stöðugt bjóða upp á meiri og fjöl-
breyttari möguleika. Nauðsynlegt er að gera svonefnd
reiknilíkön til notkunar á þessu sviði. Búreikningur lýsir
aðeins því liðna og gildi hans minnkar stöðugt eftir því, sem
fjær líður áramótum.
Mánaðarlegt uppgjör gefur því miklu meiri möguleika á
árangursríkri samvinnu ráðunauts og bónda eins og til-
raunaverkefnið miðar að. Þannig skapast möguleiki á því, að
bóndinn og ráðunauturinn fylgist með afkomunni allt árið.