Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 241
BÚNAÐARÞING
215
Einu sinni í mánuði á bóndinn að senda inn allar við-
skiptafærslur næsta mánaðar á undan til tölvudeildar
kaupfélagsins. Síðan er reiknað með að uppgjör verði sent
með viðskiptareikningi næsta mánaðar á eftir.
Ársuppgjöri á því að geta lokið um miðjan febrúar, og
endanlegt uppgjör að liggja fyrir um miðjan mars ár hvert.
Mikið af vinnu starfshópsins hefur beinst að því að skipu-
leggja og undirbúa tilraun þessa. Ekki er að fullu ljóst hver
beinn kostnaður af þessari tilraun verður eða hvernig honum
verður skipt á aðila. En tilraunin nýtur mikils velvilja af
hálfu stjórnar K.E.A., sem annast mun tölvuvinnsluna og
vcita aðra aðstoð. Auk þess vinna ráðunautar B.S.E. að
þessu með margháttuðum leiðbeiningum, svo og starfsmenn
B.Í., sem einkum munu aðstoða við gerð hugbúnaðar. Til
greina kemur að sækja um nokkurn fjárstyrk, til þess að
standa straum af beinum kostnaði, t. d. úr Framleiðnisjóði.
6. Möguleikar á bókhaldskerfum með tilliti til íslenskra
aðstæðna.
I tillögum starfshópsins er vikið frá þeirri meginreglu, sem
gilt hefur frá því að Búreikningastofan var endurskipulögð
árið 1967. Þá var uppgjör eftir „Framlegðaraðferðinni"
tekið upp og hel'ur nú verið notað í síauknum mæli hjá
fyrirtækjum, og þá fyrst og fremst þar sem rekstrarráðgjöf er
notuð. Þó að starfshópurinn leggi til, að einfaldara uppgjör
sé nú tekið upp, er reiknað með því, að þeir, sem byrja með
það uppgjör, muni óska eftir fullkomnara uppgjöri innan
fárra ára, enda bókhaldslykill gerður með það fyrir augum.
Möguleikar á öðrum leiðum en hér er lagt til að farin verði
eru vissulega fyrir hendi. Má þar nefna beina skráningu eftir
fylgiskjölum eins og tölvubókhald hjá flestum fyrirtækjum
er unnið. Enn ein aðferð væri sú, að viðskiptaaðilar sundur-
liöuðu viðskipti bóndans í bókhaldi sínu og sendu bóndanum
sundurliðað uppgjör fyrir árið. Báðar þessar aðferðir eru
þess eðlis, að gera þyrfti tilraunir með þær, ef beita ætti.