Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 248
222
BÚNAÐARKIT
hjá mörgum stofnunum, en eru hvergi unnar í eina
heild. Atvinnuvegaskýrslur eru birtar fyrir undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar að landbúnaðinum
undanskildum, búnaðarskýrslur hafa ekki komið út síð-
an 1967. Búreikningastofunni verði falið að koma þess-
um málum í lag.
Starfshópurinn gerir sér ljóst, og leggur á það áherslu, að
starfsemi sú, sem felst í tillögum hans, kallar á aukið vinnuafl
og fjármagn hjá búnaðarsamböndum og Búreikningastofu.
Þau búnaðarsambönd, sem um verður að ræða, þurfa vænt-
anlega öll að ráða mann, sem fyrst og fremst ynni að bók-
haldsmálum bænda. Telur starfshópurinn eðlilegt, að fjár-
magn til starfseminnar komi frá ríki, bændasamtökum og
bændum sjálfum.
Mál nr. 23
Greinargerð og tillögur merkinganefndar
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 23 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur haft til meðferðar skýrslu merkinga-
nefndar Búnaðarfélags íslands og fagnar þcim árangri, sem
náðst hefur við tilraunir nefndarinnar að frostmerkingum.
Samkvæmt áliti nefndarinnar virðast þær aðferðir, sem beitt
hefur verið, fullnægja við einstaklingsmerkingar á nautgrip-
um.
Búnaðarþing telur æskilegt, að Búnaðarfélag íslands
kynni notkun frostmerkingartækja og annist innkaup á þeim
fyrir búnaðarsambönd eða einstök nautgriparæktarfélög.
Pá hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að þær
frostmerkingar, sem reyndar hafa verið til þessa, henti ekki
við merkingu hrossa, þar sem þær þyki til lýta.
Stjórn Búnaðarfélags íslands hefur nú ákveðið að senda
Pétur Hjálmsson, ráðunaut, til Ameríku, til þess að kynna
sér frostmerkingu á hrossunt samkvæmt alþjóðlegu kerfi,