Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 251
BÚNAÐARÞING
225
að raskast til muna, og verður að líta svo á, að loðdýrarækt
geti ásarnt fleiru þ jónað þeirri þörf að meira eða minna leyti.
Arið 1981 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd, að nokkru
að tilhlutan Búnaðarfélags íslands, til að gera tillögur um
framtíðarskipan loðdýraræktarmála. Nefndin hefur nú
skilað áliti, og eftir athugun á því þykir búfjárræktarnefnd
rétt, að alfarið sé tekið undir þær tillögur og ábendingar, seni
þar koma fram. Með vaxandi þátttöku loðdýraræktar í ís-
lenskum landbúnaði verður þörfin fyrir aukna ráðgjöf og
upplýsingamiðlun æ brýnni, og það er áríðandi, að vel takisl
til í þeim efnum.
Vert er að minnast í þessu sambandi, að minkaræktin á
Islandi hefur þegar aflað sér verulegrar reynslu og náð
tökum á ýmsu því, er fóðrun og hirðingu varðar, og þá
þekkingu ber að sjálfsögðu að nýta. Þá þarf að fylgjast með
framþróun loðdýraræktar erlendis og hagnýta tilraunanið-
urstöður og aðrar þær upplýsingar, er fram koma, og miðla
þeim til íslenskra loðdýrabænda og annarra þeirra, er áhuga
sýna á að taka upp þessa búgrein með fyrrgreind sjónarmið í
huga.
A meðan fræðslumálin eru að þróast í viðunandi horf,
telur nefndin nauðsynlegt, að ákveðnum fræðsluþáttum uin
þessi efni sé ætlað rúm í búnaðarblaðinu Frey.
I samhengi við þá þróun mála, sem getið er í upphafsorð-
uin ályktunarinnar, mætti velta því fyrir sér, hvort unnt sé að
fella loðdýrarækt að ákvörðun búmarks á jörðum, þannig að
hægt væri að bjóða hana fram sem aukningu á búmarki, þar
sem þess væri þörf, og jafnframt skerða búmark annarra
búgreina, þar sem ræktun loðdýra hefði verið tekin upp. í
sambandi við uppbyggingu loðdýrabúskapar er brýnt, að
lánastofnunum sé gert mögulegt að lána til framkvæmda og
lífdýrakaupa hærra lánahlutfall en nú tíðkast jafnframt því,
sem lánstími verði lengdur. Þá er hér lögð áhersla á það
ahugamál loðdýraræktenda, að skinnaframleiðslunni séu
sköpuð scnt líkust skilyrði og gerist með erlendum sam-