Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 252
226
BUNAÐARRIT
kcppnisaöilum. Með fullri sanngirni má benda á, að mjög er
líkt á komið með þessari framleiðslugrein og ýmsum
greinum svoncfnds samkeppnisiðnaðar, eins og þær eru skil-
greindar, og má þar nefna ullar- og gæruiðnað, úrvinnslu
sjávarafla o. fl.
Það verður því að tcljast fullkomlega eðlilegt, að loð-
skinnaframleiðendur njóti sömu kjara og fyrirgreiðslna og
þessir aðilar, hvað snertir eftirgjöf á kostnaði við öflun að-
fanga og þjónustu.
Komið hefur í Ijós, að minkastofn sá, er upphaflega var
fluttur til landsins, var sýktur af svokallaðri aleutianveiki,
sem er smitandi veirusjúkdómur og hefur mikil áhrif á frjó-
semi og skinnagæði, auk þess sem hann dregur að lokum til
dauða. Veiki þessi er nú komin á það hátt stig, að sýking er
orðin allt að 90% í stofni þriggja minkabúa norðanlands. Að
mati kunnáttumanna er talið ógerlegt að útrýma veiki
þessari á svo háu stigi nema með skipulegum niðurskurði,
sótthreinsunaraðgerðum og síðan kaupum á heilbrigðum
stofni.
Þegar minkastofninn var fluttur inn, voru engir mögu-
leikar á að greina sjúkdórp þennan fyrr en á háu stigi, og
hvorki þekkjast lyf né ónæmisaðgerðir við veikinni. Hins
vegar eru nú kunnar aðferðir til sjúkdómsgreiningar á byrj-
unarstigi, og er því hægt að halda veikinni fullkomlega í
skefjum með nákvæmu og skipulögðu eftirliti. Verður því að
teljast veruleg trygging fyrir því, að unnt sé að vinna bug á
vágesti þessum með aðgerðum þeim, er í ályktuninni felast.
Búskap á íslandi er það mikill styrkur, að hann geti í sem
mestum mæli byggt á innlendri fóðuröflun, og er loðdýra-
búskapur þar engin undantekning.
Margs konar úrgangur fellur til á sláturhúsum og í fisk-
vinnslustöðvum, sem hægt er að nýta í þessu skyni, en lítið
sem ekkert er vitað um raunverulegt verðmæti hans.
Það er því höfuðnauðsyn, að verðgildi þessara efna verði