Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 253
BÚNAÐARÞING
227
kannað, og þá höfð hliðsjón af þeim kostnaði, sem annars
yrði við að eyða þeim.
Greinargerð og tillögur loðdýrarœktarnefndar 1981
A. Um störf nefndarinnar
Með bréfi dagsettu 9. mars 1981 skipaði landbúnaðarráð-
herra ncfnd „til að gera tillögur um fyrirgreiðslu til þeirra, er
leyfi hljóta til stofnunar loðdýrabúa á þessu ári.“ Einnig var
tekið fram, að haga skyldi úthlutun leyfa í samræmi við þarfir
og kunnáttu umsækjenda og það fjármagn, scm til ráðstöf-
unar yrði til þessara mála í ár.
Þá var nefndinni falið að gera tillögur um framtíðarskipan
loðdýraræktarmála og annað, er þau mál varða.
í nefnd þessa voru skipaðir:
Haukur Jörundarson, skrifstofustjóri, formaður nefnar-
innar,
Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda,
Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri,
Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir og
Sigurjón Bláfeld, loðdýraræktarráðunautur.
Um sama leyti og nefnd þessi var skipuð, leitaði Búnað-
arfélag íslands eftir samvinnu við landbúnaðarráðuneytið
um stefnumörkun í loðdýraræktarmálum í samræmi við
eftirfrandi ályktun Búnaðarþings 1981:
„Búnaðarþing telur líklegt, að framundan sé vaxtarskeið í
loðdýrarækt hérlendis, og að því beri að stuðla. Pingið telur,
að nú sé réttur tími til að móta þá stefnu, sem þróun þessarar
búgreinar tekur í framtíðinni, og leggur á það ríka áherslu,
að hún verði felld í þann farveg, að vera fyrst og fremst
aukabúgrein á sveitabýlum, er tryggi afkomu og styrki
búsetu í dreifbýli vegna samdráttar eða vaxtarstöðvunar í
hefðbundnum búgreinum.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að skipa
nefnd, er vinni að því að gera tillögur til stjórnvalda um