Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 255
BÚNAÐARI’ING
229
stofnunar minkabúa, sextíu til stofnunar refabúa, sjö til
kanínuræktar og eitt til chincilluræktar. Þriðjungur þessara
leyfa miðst við árið 1982.
b) Um fjármagnsþörf og fjármagnsútvegun
Nefndin gerði áætlun um stofnkostnað refa- og minkabúa,
þ. e. kostnað við byggingu húsa, gerð búra, girðinga og kaup
lífdýra. Fyrir refabú var mannvirkjakostnaður áætlaður kr.
8.000 á hverja læðu ásamt högnum og hvolpum. Fyrir minka
var mannvirkjakostnaður áætlaður kr. 1.500 fyrir hverja
læðu, fóðurstöðvar ekki meðreiknaðar.
Með bréfi dagsettu 28. apríl var Stofnlánadeild landbún-
aðarins sendur listi með nöfnum þeirra aðila, sem ncfndin
lagði til að hlytu Ieyfi til stofnunar loðdýrabúa á árinu, ásamt
tillögum um, hvaða fyrirgreiðslu þeir hlytu. Sömu tillögur
voru kynntar stjórn Framleiðslusjóðs landbúnaðarins. Afrit
af bréfi þessu fylgir hér með.
Áöur halði forstöðumaður Stofnlánadeildar landbúnað-
arins komið á fund nefndarinnar til að ræða málin.
I sambandi við umræður um fjármögnun nýrra loðdýra-
búa lagði nefndin áherslu á, að veruleg upphæð af því te, sem
til ráðstöfunar er vegna sparnaðar á jarðræktarlögum og
verja á til þróunar nýrra greina í landbúnaði, gengi til loð-
dýraræktar. í öðru lagi, að það fjármagn, sem þannig fengist,
yrði eingöngu lánað til bænda, sem hyggðust hefja loðdýra-
rækt, og það með verulega hagstæðari kjörum en almennum
lánakjörum Stofnlánadeildar. Á árinu 1980 fékk Stofnlána-
deildin 100 millj. g. kr. af þessu fé, sem lánað var með fullri
verðtryggingu.
c) Breytingar á lögum og reglugerð
Jafnframt framangreindum störfum vann nefndin að til-
lögum til breytinga á lögum um loðdýrarækt. Á fundi sínum
9. maí gekk nefndin frá frumvarpi til laga um loðdýrarækt,
ásamt greinargerð með því. Frumvarpið var þá þegar kynnt