Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 256
230
BÚN AÐARRIT
landbúnaðarráðherra og lagði liann til, þar sem svo mjög var
liðið á þingtíma Alþingis, að nefndin sneri sér til formanna
landbúnaðarnefnda beggja deilda með ósk um, að þeir
veittu málinu sérstaka fyrirgreiðslu.
Þessari málaleitan var vel tekið, og áttu fulltrúar úr
nefndinni fund með landbúnaðarnefndarmönnum beggja
þingdeilda og skýrðu þær breytingar, sem í frumvarpinu
fólust.
Frumvarp .þetta var samþykkt sem lög frá Alþingi 21. maí
1981.
Nefndin tók síðan að vinna að samningu reglugerðar við
hin nýju lög. Tillaga að reglugerð hefur nú verið afhent
landbúnaðarráðuneytinu.
í þriðja lagi beitti nefndin sér fyrir því við heilbrigðisráðu-
neytið, að gerð var minni háttar breyting á heilbrigðisreglu-
gerð, hvað varðar kröfur um fjarlægð loðdýrabúa frá öðrum
byggingum á viðkomandi jörð.
Þær breytingar, sem nefndin hefur beitt sér fyrir að gerðar
yrðu á lögum og reglugerð um loðdýrarækt, miða fyrst og
fremst að því, að gera það kleift fyrir bændur að taka upp
loðdýrarækt með öðrum búskap. Þannig voru t. d. í eldri
lögum ákvæði um lágmarksstærð loðdýrabúa, og gerðu þau
ráð fyrir að loðdýrarækt yrði einungis stunduð á mjög stór-
um loðdýrabúum.
Þá var breytt ákvæðum er varða gerö bygginga og kröfur
um vörslubúnað. Heimilað er nú að nota gamlar byggingar
fyrir loðdýr. Nefndin telur þó, að ekki sé slegið af kröfum um
örugga vörslu dýranna, þar sem sumt í eldri ákvæðum var
óraunhæft, svo sem kröfur um girðingar, sem veita enga vörn
langtímum saman á snjóþungum svæðum.
Þessar breytingar, svo og þaö að loðdýrabúum fjölgar
mjög ört nú og væntanlega á næstu árum, gerir það að
verkum, að þörf fyrir eftirlit með loðdýrabúum stóreykst.
Þá var með lagabreytingunni nokkuð slegið af kröfum um
það, hvaða kennslu og þjálfun í loðdýrarækt þeir hefðu, sem