Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 264
238
BÚNAÐARRIT
Greinargerð:
Búnaðarþing ákvað að láta endurskoða þingsköp Búnaðar-
þings og kaus til þess milliþinganefnd.
í ályktun Búnaðarþings er bent á eftirfarandi atriði:
1. hvort mál frá stjórn Búnaðarfélags íslands, búnaðar-
samböndum og búnaðarþingsfulltrúum gætu ekki legið
fyrir allt að tveim vikum fyrir Búnaðarþing.
2. hvort unnt sé að greiða fyrir þingstörfum með meiri
undirbúningi mála, t. d. með gagnasöfnun varðandi
einstök mál, sem fram hafa komið, áður en þing kemur
saman.
3. hvort ekki sé rétt að fjölga þingnefndum frá því, sem nú
er.
4. hvort ekki sé ástæða til, að einstakar nefndir þingsins
hafi sérstakan ritara.
5. hvort ekki beri að heimila eina umræðu um einstök mál.
Atriði 1,2 og 4, eru naumast þess eðlis, að þau eigi heima í
þingsköpum. Helst væri það fyrsta atriði, en þó því aðeins,
að einhver viðurlög fylgdu, sem þá væru felld inn í 4. gr.
Hæpið er að láta slíkt skjlyrði taka til mála frá fulltrúum, og
að þeim undanþegnum hægt að fara í kringum ákvæðið.
Nefnd þrjú atriði stefna í rétta átt. Því er lagt til, að við
þingsköp verði bætt nokkrum atriðum, sem varða undir-
búning og framkvæmd Búnaðarþings.
Breytist því fyrirsögn plaggsins og verður þingsköp og
reglur um starfshætti Búnaðarþings.
Hin tvö atriðin, hið 3. og 5., eiga ótvírætt heima í þing-
sköpum.
I.
Lögð er til sú breyting á skipan nefnda, að fjárhagsnefnd
fjalli um reikninga Búnaðarfélagsins, og annist þar með þau
verkefni, sem reikninganefnd hefur haft, þó þannig, að
stjórnarmenn Búnaðarfélags íslands, sem sæti kunna að eiga
í fjárhagsnefnd, víkja þaðan, þegar fjallað er um reikninga,
sem þeir bera sjálfir ábyrgð á.