Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 265
BÚNAÐARÞING
239
Þá er lagt til að kjósa eina nýja uefná, félagsmálanefnd,
sem fengi eftir atvikum hluta af þeim málum, sem lent hafa
hjá allsherjarnefnd.
Með þessum hætti yrðu þingnefndir áfram finim að tölu,
og að jafnaði fimm menn í hverri nefnd, en við bætist ein
vinnunefnd, þ. e. þeir menn, sem verið hafa í reikninga-
nefnd, hafa jafnframt verið í öðrum nefndum. Þessi breyting
ætti því að flýta þingstörfum.
Fimmta atriðið í ályktun Búnaðarþings 1981 um að heim-
ila eina umræðu, er ekki óeðlilegt, að tekið sé upp með þeim
skilyrðum, sem tilgreind eru, en hefur þó naumast mikla
þýðingu til tímasparnaðar í þingsiörfunt. Reyndin er sú, að
sjaldan verða umræður við síðari umræðu nrála, og tekur því
afgreiðsla sáralítinn tíma.
Þá er lagt til, að sá tími framan af þingi, sem leggja má
fram mál án afbrigða, vcrði styttur í 7 daga úr 10. Er það í
samræmi við þá stefnu, sem fylgt er við þessa endurskoðun,
að stuðla að styttingu þinghaldsins.
II.
Eins og getið er hér að framan í þessari greinargerð, er
litið svo á, að 1.2. og 4. atriði í ályktun Búnaðarþings 1981
varðandi endurskoðun á þingsköpum Búnaðarþings eigi
ekki heima í þingsköpum seni slíkum, heldur falli þessi atriði
elnislega að starfsháttum þingsins. Annar rómverskur liður í
ályktuninni fjallar um það efni.
Fjórði liður nefndrar ályktunar Búnaðarþings 1981 fjallar
uni, hvort ekki sé ástæða til, að einstakar þingnefndir hafi
sérstakan ritara.
I tilefni af því er lagt til, að kveðið verði á um starfsmenn
Búnaðarþings í reglum um starfshætti þess.
T il frekari skýringar skal eftirfarandi tekið fram:
1 • Skrifstofustjóri hefur starfað sem fastur starfsmaður
Búnaðarþings. Störf hans eru því í allfastmótuðu formi
og ekki gert ráð fyrir breytingu þar í. Hins vegar er lagt