Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 268
242
BÚNAÐARRIT
tilrauna og tengs! stöðvanna við búnaðarsamböndin og ein-
staka bændur.
Greinargerð:
Tilraunastöðvar í landbúnaði gegna þýðingarmikiu hlut-
verki í þágu rannsókna og tilrauna á sviði landbúnaðarins.
Hlutverki sínu geta þessar stöðvar þó því aðeins sinnt, að þar
sé sköpuð sú aðstaða, sem óhjákvæmilega þarf að vera fyrir
hendi til þess, að unnt sé að leysa þau rannsókna- og/eða
tilraunaverkefni, sem viðkomandi stöð er ætlað. Sama gildir
um skólabúin á bændaskólunum, en á þeim eru einnig gerðar
tilraunir, og er viss verkaskipting á milli þessara búa.
Efling tilraunastöðvanna verður að fara fram með tvenn-
um hætti. Annars vegar þarf til að koma nauðsynleg fjár-
mögnun til uppbyggingar og hins vegar nægir starfskraftar
og rekstrarform, sem tryggir raunhæfa framkvæmd þeirra
verkefna, sem þar á að vinna.
Nú er unnið að uppbyggingu tveggja tilraunastöðva, þ. e.
á Möðruvöllum og Stóra-Ármóti. Áríðandi er að þessi upp-
byggingtaki sem skemmstan tíma. Jafnframt þarf viðhald og
endurbætur á öðrum tilraunastöðvum svo og á þeim húsa-
kosti bændaskólanna, sem tengist kennslubúunum þar og
þeirri tilraunstarfsemi, sem þar fer fram.
Árlegar fjárveitingar til þessa þáttar, þ. e. uppbyggingar
tilraunastöðvanna, hafa hvergi nærri leyst það hlutverk á
viðunandi hátt. Þessar fjárveitingar þarf aö stórauka,
a. m. k. tímabundið, til þess að ná óhjákvæmilegum áfanga í
uppbyggingu stöðvanna.
Jafnframt þarf að taka upp sérstakan lánaflokk við Stofn-
lánadeild landbúnaðarins, sem láni til bygginga vegna til-
raunastarfseminnar á tilraunastöðvunum og kennslubúa
bændaskólanna.
Með þeim hætti mætti hraða uppbyggingu stöðvanna, en
það mál þolir enga bið, m. a. vegna þess, að mjög aðkallandi