Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 270
244
BÚNAÐAK RIT
meöal, að verð á raforku til húshitunar verði hliðstætt og
verð á jarðvarma.
Leitað verði samstarfs við Samband ísl. sveitarfélaga um
framgang téðra verkefna.
Greinargerð:
Á árum áður, meðan olía var flutt til Iandsins á Iágu verði,
fyrir þann tíma, er orkukreppan skall á, var mismunur á
kostnaði við upphitun skóla, félagsheimila og íbúðarhúsn-
æðis utan þeirra staða, er komið höfðu sér upp hitaveitu,
minni en nú er. Þá voru fáir staðir utan Reykjavíkur, sem
höfðu komið sér upp hitaveitu með jarðvarma, en vegna
hækkandi orkuverðs hafa æ fleiri staðir unnið að því á
undanförnum árum að Ieggja til sín jarðvarmaveitur um
langan veg með góöum árangri, svo sem hitaveita Borgar-
fjarðar frá Deildartunguhver og Bæ til Borgarness, Hvann-
eyrar, Akraness og nokkurra sveitabæja, sem liggja skammt
frá aðalhitalögn veitunnar. Enn eru hugsanlega fleiri staðir
vítt og breitt um landið, sem til greina kæmu, að hagstætt
þætti að leggja til heitt vatn við nánari athugun.
En hvað upphitun varðar með rafmagni frá sveitum, ber
að stefna að því að gefa mönnum kost á ódýrara rafmagni en
nú er til húshitunar. Af óskýrðum ástæðum er svokallaður
marktaxti, sem dreifbýlisbúum er gefinn kostur á að taka,
óhagstæðari en áður var.
Munur á kostnaði við upphitun sambærilegs húsnæðis
með jarðvarma, þar sem verð heits vatns er hvað lægst, og
olíu er allt að áttfaldur.
Eitt af grundvallarskilyrðum til að viðhalda byggð sem
víðast um landið er jöfnun orkuverðs.
Mál nr. 32
Erindi Sveins Hallgrímssonar, Hjartar E. Pórarinssonar og
Hákonar Sigurgrímssonar um athugun á framleiðslu sauða-
osta.